Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 26. júlí 2025 11:33 Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun