Stúdentar auglýsa eftir norrænu velferðinni Davíð Ingi Magnússon skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun