Blikur á lofti? Valdimar Ármann skrifar 19. febrúar 2013 16:11 Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá Seðlabanka Íslands í síðustu Peningamálum. Fjárfesting er forsenda hagvaxtar og atvinnu og þó tækifærin virðist víða til staðar þá eru þau ekki gripin. Aukinheldur er hagvöxtur að minnka og hagvaxtarspár að lækka og er nú svo komið að hann er rétt rúmlega 2% sem stendur vart undir mannfjöldaþróun og framleiðniaukningu. Skuldastaða ríkissjóðs er aukið áhyggjuefni en heildarskuldir hans nema nú tæplega einni landsframleiðslu eða um 1.500 milljörðum króna. Sífellt stærri hluti skatttekna fer í vaxtagreiðslur og erfitt mun reynast að vinna á skuldastabbanum nema með róttækum hagræðingaraðgerðum. Í ofanálag eru blikur á lofti í gjaldeyrismálum þar sem nú er nánast bersýnt að gjaldeyrishöftin eru orðin að myllusteini um hálsinn á atvinnulífinu en veita ekki lengur skjól til uppbyggingar. Kristallast þetta í gjörbreytingu á gjaldeyrisstefnu Seðlabankans úr því að safna í gjaldeyrisforða í að styðja við gengi krónunnar með sölu úr forðanum. Útflutningur hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu 4 árum og meðal annars af þeim sökum er viðskiptaafgangurinn að ganga niður frá því hann náði hámarki í um 10% af landsframleiðslu á árunum 2008-2009 en útlit er fyrir að hann sé nú orðinn um helmingi minni vegna aukins innflutnings. Þrátt fyrir ofangreind áhyggjuefni sýnir væntingavísitala Gallup að bjartsýni Íslendinga er að aukast þó enn séu fleiri svarendur könnunarinnar neikvæðir heldur en jákvæðir. Bjartsýnin hefur þó verið að þokast hratt upp frá því hún náði lágmarki 2008 og 2009. Einnig fjölgaði landsmönnum um 2.282 árið 2012 sem er fjölgun upp á 0,7% og höfum við aldrei verið fleiri. Líkur eru á því að áframhaldandi úttekt séreignarsparnaðar muni halda áfram að örva einkaneyslu sem og önnur leiðrétting á gengislánum sem er nú í þann veginn að hefjast muni skila sér sterkt út í hagkerfið. Ef litið er til björtu hliðanna, virðist ferðaþjónustan skærasta stjarnan. Farþegafjöldi Icelandair í janúar jókst um 21,6% frá fyrra ári og bókunarstaðan fyrir sumarið er góð. Enda er lagt mikið kapp á að fjölga komum ferðmanna utan háannatímans. Árið í fyrra var mesta ferðamannaár í sögu landsins og þetta ár ætlar alls ekki að vera síðra. Alls hafa 16 flugfélög tilkynnt að þau muni fljúga til landsins í sumar og gert er ráð fyrir um 10% auknum umsvifum. Þessi síaukni erlendi ferðamannastraumur er farinn að hafa veruleg áhrif á íslenskt hagkerfi og t.d. farinn að skila sér í því að kortavelta erlendra aðila á Íslandi er orðin lítillega meiri heldur en kortavelta Íslendinga erlendis. Augljóst er að kraftur uppsveiflunnar fer nú dvínandi en framhaldið er þó mjög óvíst, þ.e. hvort hagkerfið muni aftur sækja í sig veðrið þegar líður á þetta ár eður ei. Til að tryggja að um tímabundna kælingu sé að ræða verður að auka fljótlega við fjárfestingu í atvinnuvegum samhliða því að hlúa áfram að ferðaþjónustunni. Hagvöxtur er eina lausnin á atvinnuleysi og skuldavandræðum; það þarf því að hlúa að rótum hans með öllum tiltækum ráðum. Í ofanálag gæti staðan breyst hratt til batnaðar í framhaldi af kosningum, með áframhaldandi hækkun á lánshæfi Íslands og erlendri fjármögnun bankakerfisins. Höfundur er sjóðsstjóri hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá Seðlabanka Íslands í síðustu Peningamálum. Fjárfesting er forsenda hagvaxtar og atvinnu og þó tækifærin virðist víða til staðar þá eru þau ekki gripin. Aukinheldur er hagvöxtur að minnka og hagvaxtarspár að lækka og er nú svo komið að hann er rétt rúmlega 2% sem stendur vart undir mannfjöldaþróun og framleiðniaukningu. Skuldastaða ríkissjóðs er aukið áhyggjuefni en heildarskuldir hans nema nú tæplega einni landsframleiðslu eða um 1.500 milljörðum króna. Sífellt stærri hluti skatttekna fer í vaxtagreiðslur og erfitt mun reynast að vinna á skuldastabbanum nema með róttækum hagræðingaraðgerðum. Í ofanálag eru blikur á lofti í gjaldeyrismálum þar sem nú er nánast bersýnt að gjaldeyrishöftin eru orðin að myllusteini um hálsinn á atvinnulífinu en veita ekki lengur skjól til uppbyggingar. Kristallast þetta í gjörbreytingu á gjaldeyrisstefnu Seðlabankans úr því að safna í gjaldeyrisforða í að styðja við gengi krónunnar með sölu úr forðanum. Útflutningur hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu 4 árum og meðal annars af þeim sökum er viðskiptaafgangurinn að ganga niður frá því hann náði hámarki í um 10% af landsframleiðslu á árunum 2008-2009 en útlit er fyrir að hann sé nú orðinn um helmingi minni vegna aukins innflutnings. Þrátt fyrir ofangreind áhyggjuefni sýnir væntingavísitala Gallup að bjartsýni Íslendinga er að aukast þó enn séu fleiri svarendur könnunarinnar neikvæðir heldur en jákvæðir. Bjartsýnin hefur þó verið að þokast hratt upp frá því hún náði lágmarki 2008 og 2009. Einnig fjölgaði landsmönnum um 2.282 árið 2012 sem er fjölgun upp á 0,7% og höfum við aldrei verið fleiri. Líkur eru á því að áframhaldandi úttekt séreignarsparnaðar muni halda áfram að örva einkaneyslu sem og önnur leiðrétting á gengislánum sem er nú í þann veginn að hefjast muni skila sér sterkt út í hagkerfið. Ef litið er til björtu hliðanna, virðist ferðaþjónustan skærasta stjarnan. Farþegafjöldi Icelandair í janúar jókst um 21,6% frá fyrra ári og bókunarstaðan fyrir sumarið er góð. Enda er lagt mikið kapp á að fjölga komum ferðmanna utan háannatímans. Árið í fyrra var mesta ferðamannaár í sögu landsins og þetta ár ætlar alls ekki að vera síðra. Alls hafa 16 flugfélög tilkynnt að þau muni fljúga til landsins í sumar og gert er ráð fyrir um 10% auknum umsvifum. Þessi síaukni erlendi ferðamannastraumur er farinn að hafa veruleg áhrif á íslenskt hagkerfi og t.d. farinn að skila sér í því að kortavelta erlendra aðila á Íslandi er orðin lítillega meiri heldur en kortavelta Íslendinga erlendis. Augljóst er að kraftur uppsveiflunnar fer nú dvínandi en framhaldið er þó mjög óvíst, þ.e. hvort hagkerfið muni aftur sækja í sig veðrið þegar líður á þetta ár eður ei. Til að tryggja að um tímabundna kælingu sé að ræða verður að auka fljótlega við fjárfestingu í atvinnuvegum samhliða því að hlúa áfram að ferðaþjónustunni. Hagvöxtur er eina lausnin á atvinnuleysi og skuldavandræðum; það þarf því að hlúa að rótum hans með öllum tiltækum ráðum. Í ofanálag gæti staðan breyst hratt til batnaðar í framhaldi af kosningum, með áframhaldandi hækkun á lánshæfi Íslands og erlendri fjármögnun bankakerfisins. Höfundur er sjóðsstjóri hjá GAMMA.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar