Lækningar og golf – er munur? 23. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun