Lækningar og golf – er munur? 23. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun