Lækningar og golf – er munur? 23. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti. Landspítalinn gerir ýmsar kröfur til unglækna sinna. Starfið er vanþakklátt, annasamt og oft á tíðum flókið. Það hefur svo sem ekki breyst. Það sem breyst hefur er álag á hvern unglækni. Fyrir þremur til fjórum árum var algengast að í hverju teymi væri einn nýútskrifaður unglæknir og annar reyndari, sem saman sinntu hópi inniliggjandi sjúklinga. Víða á Landspítalanum hefur verið fækkað niður í einn unglækni á teymi. Þó að margir Íslendingar hafi farið til Noregs virðist veiku fólki á Íslandi ekki fara fækkandi. Teymin hafa því alls ekki minnkað. Daglega lenda unglæknar á Landspítalanum í því að klára ekki verk dagsins áður en klukkan slær fjögur. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, það er bara ákveðið mikið sem næst að framkvæma í því sem áður var þekkt sem „hádegismatur“, „kaffitími“ og „pissustopp“. Hvað gerist þá? Sjúklingarnir fara ekki í pásu til næsta dags og sú krafa er gerð til unglæknisins að hann klári sín verk, þó að mjög oft taki það 1-2 klst. aukalega. Dag eftir dag.Greiða á fyrir vinnu Við unglæknar gerum ýmislegt okkur til skemmtunar, án þess að krefjast launa fyrir það. Til dæmis fór ég nýverið að fikta við golf. Hafði gaman af því. Vandræðalega lélegur í því, en hef samt gaman af því. Gott hobbí. Að stunda lækningar klukkustundum saman eftir að vinnunni átti að ljúka er hins vegar ekki skemmtilegt hobbí. Það er vinna og það á að greiða fyrir hana. Landspítalinn hefur staðfastlega neitað að greiða fyrir þessa vinnu. Ber fyrir sig að unglæknar eigi einfaldlega að ná að klára þessa vinnu í dagvinnutímanum, geti sjálfum sér um kennt ef þeir þurfa að vinna fram eftir. Síðustu samningar náðu að kría út greiðslu fyrir 5 fasta yfirvinnutíma á mánuði vegna þessa álags. Fimm. Eðli starfa unglækna er þannig að vinna þarf á kvöldin, nóttunni og um helgar, auk dagvinnu. Þegar ekki næst að veita unglæknum lögbundinn hvíldartíma milli vakta skapast lögum samkvæmt frítökuréttur. Þann rétt á að vera hægt að taka út í fríi eða peningum. Því miður hefur Landspítalinn yfirleitt hvorki séð sér fært að veita unglæknum þennan frítökurétt né að greiða hann út. Ofangreint bætist við þegar lág laun unglækna á Íslandi, sem, eftir sex ára háskólanám, starfa fyrsta árið fyrir 330.009 krónur á mánuði. Launin geta hæst hækkað í 411.757 á mánuði, þá eftir að hafa bætt alls fjórum aukaárum af menntun og þjálfun við háskólaárin sex. Hver er þá munurinn á golfi og lækningum? Golf er hobbí. Lækningar eru vinna, og fyrir þær ber að greiða laun. Meðal annars þess vegna ákvað ég að hafna atvinnutilboði Landspítalans síðasta vor og flytja norður í land. Meðal annars þess vegna styð ég kollega mína á Landspítala í aðgerðum sínum og uppsögnum og sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur. Svo ég taki fræga setningu sem féll skömmu eftir hrun, endurorði hana og geri hana að minni; sá sem fer síðastur vinsamlegast slökkvið ljósin á sjúkrahúsinu á leiðinni út.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun