Hjartabrauð gefur hjartaauð Stjórn Hjartaverndar skrifar 19. febrúar 2013 11:30 Rannsóknir Hjartaverndar sýna að forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum skila árangri. Upp úr 1960 dró úr lífslíkum karla og kvenna á Íslandi. Aðalástæðan fyrir því var ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu. Þessari þróun tókst að snúa við með sameiginlegu átaki fagfólks, leikmanna og stjórnmálamanna. Árangurinn endurspeglast í þeirri staðreynd að dauðsföllum fækkaði um áttatíu prósent vegna kransæðastíflu hjá fólki yngra en sjötíu og fimm ára milli áranna 1981 og 2006. Lífslíkur Íslendinga eru í dag með þeim bestu í heimi. Næstu þrjá áratugi mun einstaklingum eldri en sextíu og fimm ára fjölga úr fjörutíu þúsundum í tæplega níutíu þúsund árið 2042. Þessi fjölgun aldraðra undirstrikar hversu brýnt það er að vinna enn markvissar að því að seinka eða koma í veg fyrir æðasjúkdóma og afleiðingar þeirra, hjartaáföll og heilaáföll. Langflest ótímabær dauðsföll á Íslandi (fyrir 75 ára aldur) hafa orðið vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta þýðir að sjúkdómurinn hefur færst yfir á efri ár. Fyrirbyggjandi aðferðir til að seinka þróuninni og jafnvel koma í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsins eru mjög mikilvægar því meira en sextíu prósent af öldruðum lifa áföllin af. Það að lifa af áfall er yfirleitt ekki án afleiðinga. Allt að helmingur af þeim sem lifa hjartaáföll af mun þróa með sér hjartabilun sem er alvarlegur sjúkdómur, en honum fylgja verulega skert lífsgæði, óþægindi og þjáningar.Þögul hjartaáföll Nýlega sýndi Öldrunarrannsókn Hjartaverndar að umtalsverður hluti 67–93 ára einstaklinga bar merki um skemmdir í hjartavöðva. Fyrir hvern einstakling sem fengið hafði hjartaáfall sem hafði verið greint og meðhöndlað fundust nærri tveir aðrir sem höfðu einnig fengið hjartaáfall en höfðu ekki hugmynd um það. Hjartaáfallið hafði farið framhjá þeim. Þeim einstaklingum sem höfðu fengið þessi þöglu hjartaáföll farnaðist verr en þeim sem engin áföll höfðu fengið. Þannig höfðu um 30% þeirra sem höfðu fengið hjartaáfall látist 6 árum eftir að rannsóknin var gerð. Dánartíðnin var hins vegar um 17% hjá þeim sem ekki höfðu fengið hjartaáfall. Þessi rannsókn sannar hversu ófyrirsjáanlegir hjarta- og æðasjúkdómar geta verið og hve greining þeirra og forvarnir geta verið flóknar. Rannsóknarstöð Hjartaverndar og Hjartaheill hafa aukið samvinnu sína til muna og lýstu yfir formlegu samstarfi í forvörnum þann 9. janúar síðastliðinn. Þetta leiðir til þess að þekking sú sem rannsóknir Hjartaverndar skapa munu koma fyrr og með markvissari hætti til almennings og stjórnvalda. Þessari samvinnu ber að fagna enda er hér stigið stórt skref í þágu forvarna hjarta- og æðasjúkdóma. Með ómtækni má greina byrjunarstig æðakölkunar löngu áður en hjarta- og æðasjúkdómar gera vart við sig. Ómtæki Hjartaverndar er úr sér gengið og hefur Hjartaheill ákveðið að styrkja kaup ómtækis með höfðinglegri gjöf, eða 5,5 milljónum króna.Hjartabrauð Landssamband bakarameistara og Hjartavernd hafa tekið höndum saman um að auka neyslu þjóðarinnar á hollara brauðmeti. Markmiðið með samvinnunni er að vekja athygli almennings á hollustu heilkorna í brauðmeti og mikilvægi þess að minnka salt- og sykurneyslu. Samkomulagið felur í sér að handverksbakarar hafa hannað hjartabrauð, sem er alfarið bakað úr heilmöluðu korni og inniheldur lítið salt og sykur. Hjartabrauðið er úr fínmöluðu heilkorni og inniheldur öll hollustuefni kornsins, trefjar, steinefni, vítamín og andoxunarefni, og er milt á bragðið. Þetta sérstaka hjartabrauð hefur verið til sölu í bakaríum síðan í september síðastliðnum. Sextíu krónur af hverju seldu hjartabrauði renna til söfnunar fyrir ómtæki Hjartaverndar. Þann 9. janúar síðastliðinn afhentu bakarar ávísun upp á 1.032.000 krónur. Þessar fjárhæðir frá Hjartaheill og handverksbökurum skipta sköpum í baráttu Hjartaverndar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Hjartabrauðið verður áfram til sölu í öllum handverksbakaríum landsins enda heldur sameiginlegt átak Hjartaverndar og bakara áfram. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjartavernd gefur leyfi til að nota merki sitt á vöru en það er gert að vel íhuguðu máli hjá stjórn Hjartaverndar. Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að rífleg neysla á grófu korni virðist geta haft áhrif til að minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem sykursýki og hjartasjúkdómum. Gróft mjöl er gott fyrir meltinguna, veitir meiri seddutilfinningu en hvítt hveiti og annað fínt mjöl. Í dag leikur enginn vafi á því að hollt mataræði og reyklaust og streitulítið líferni ásamt því að hreyfa sig er besta forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Stjórn og starfsfólk Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar vill nota tækifærið og þakka landsmönnum hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemina, en án hans væru forvarnir geng hjarta- og æðasjúkdómum ekki á því sigi sem þær eru í dag. Hafið bestu þakkir.Gunnar Sigurðsson, prófessor og stjórnarformaður HjartaverndarKarl Andersen, prófessor og situr í stjórn HjartaverndarLaufey Steingrímsdóttir, prófessor og situr í stjórn HjartaverndarVilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir Hjartaverndar sýna að forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum skila árangri. Upp úr 1960 dró úr lífslíkum karla og kvenna á Íslandi. Aðalástæðan fyrir því var ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu. Þessari þróun tókst að snúa við með sameiginlegu átaki fagfólks, leikmanna og stjórnmálamanna. Árangurinn endurspeglast í þeirri staðreynd að dauðsföllum fækkaði um áttatíu prósent vegna kransæðastíflu hjá fólki yngra en sjötíu og fimm ára milli áranna 1981 og 2006. Lífslíkur Íslendinga eru í dag með þeim bestu í heimi. Næstu þrjá áratugi mun einstaklingum eldri en sextíu og fimm ára fjölga úr fjörutíu þúsundum í tæplega níutíu þúsund árið 2042. Þessi fjölgun aldraðra undirstrikar hversu brýnt það er að vinna enn markvissar að því að seinka eða koma í veg fyrir æðasjúkdóma og afleiðingar þeirra, hjartaáföll og heilaáföll. Langflest ótímabær dauðsföll á Íslandi (fyrir 75 ára aldur) hafa orðið vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta þýðir að sjúkdómurinn hefur færst yfir á efri ár. Fyrirbyggjandi aðferðir til að seinka þróuninni og jafnvel koma í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsins eru mjög mikilvægar því meira en sextíu prósent af öldruðum lifa áföllin af. Það að lifa af áfall er yfirleitt ekki án afleiðinga. Allt að helmingur af þeim sem lifa hjartaáföll af mun þróa með sér hjartabilun sem er alvarlegur sjúkdómur, en honum fylgja verulega skert lífsgæði, óþægindi og þjáningar.Þögul hjartaáföll Nýlega sýndi Öldrunarrannsókn Hjartaverndar að umtalsverður hluti 67–93 ára einstaklinga bar merki um skemmdir í hjartavöðva. Fyrir hvern einstakling sem fengið hafði hjartaáfall sem hafði verið greint og meðhöndlað fundust nærri tveir aðrir sem höfðu einnig fengið hjartaáfall en höfðu ekki hugmynd um það. Hjartaáfallið hafði farið framhjá þeim. Þeim einstaklingum sem höfðu fengið þessi þöglu hjartaáföll farnaðist verr en þeim sem engin áföll höfðu fengið. Þannig höfðu um 30% þeirra sem höfðu fengið hjartaáfall látist 6 árum eftir að rannsóknin var gerð. Dánartíðnin var hins vegar um 17% hjá þeim sem ekki höfðu fengið hjartaáfall. Þessi rannsókn sannar hversu ófyrirsjáanlegir hjarta- og æðasjúkdómar geta verið og hve greining þeirra og forvarnir geta verið flóknar. Rannsóknarstöð Hjartaverndar og Hjartaheill hafa aukið samvinnu sína til muna og lýstu yfir formlegu samstarfi í forvörnum þann 9. janúar síðastliðinn. Þetta leiðir til þess að þekking sú sem rannsóknir Hjartaverndar skapa munu koma fyrr og með markvissari hætti til almennings og stjórnvalda. Þessari samvinnu ber að fagna enda er hér stigið stórt skref í þágu forvarna hjarta- og æðasjúkdóma. Með ómtækni má greina byrjunarstig æðakölkunar löngu áður en hjarta- og æðasjúkdómar gera vart við sig. Ómtæki Hjartaverndar er úr sér gengið og hefur Hjartaheill ákveðið að styrkja kaup ómtækis með höfðinglegri gjöf, eða 5,5 milljónum króna.Hjartabrauð Landssamband bakarameistara og Hjartavernd hafa tekið höndum saman um að auka neyslu þjóðarinnar á hollara brauðmeti. Markmiðið með samvinnunni er að vekja athygli almennings á hollustu heilkorna í brauðmeti og mikilvægi þess að minnka salt- og sykurneyslu. Samkomulagið felur í sér að handverksbakarar hafa hannað hjartabrauð, sem er alfarið bakað úr heilmöluðu korni og inniheldur lítið salt og sykur. Hjartabrauðið er úr fínmöluðu heilkorni og inniheldur öll hollustuefni kornsins, trefjar, steinefni, vítamín og andoxunarefni, og er milt á bragðið. Þetta sérstaka hjartabrauð hefur verið til sölu í bakaríum síðan í september síðastliðnum. Sextíu krónur af hverju seldu hjartabrauði renna til söfnunar fyrir ómtæki Hjartaverndar. Þann 9. janúar síðastliðinn afhentu bakarar ávísun upp á 1.032.000 krónur. Þessar fjárhæðir frá Hjartaheill og handverksbökurum skipta sköpum í baráttu Hjartaverndar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Hjartabrauðið verður áfram til sölu í öllum handverksbakaríum landsins enda heldur sameiginlegt átak Hjartaverndar og bakara áfram. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjartavernd gefur leyfi til að nota merki sitt á vöru en það er gert að vel íhuguðu máli hjá stjórn Hjartaverndar. Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að rífleg neysla á grófu korni virðist geta haft áhrif til að minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem sykursýki og hjartasjúkdómum. Gróft mjöl er gott fyrir meltinguna, veitir meiri seddutilfinningu en hvítt hveiti og annað fínt mjöl. Í dag leikur enginn vafi á því að hollt mataræði og reyklaust og streitulítið líferni ásamt því að hreyfa sig er besta forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Stjórn og starfsfólk Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar vill nota tækifærið og þakka landsmönnum hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemina, en án hans væru forvarnir geng hjarta- og æðasjúkdómum ekki á því sigi sem þær eru í dag. Hafið bestu þakkir.Gunnar Sigurðsson, prófessor og stjórnarformaður HjartaverndarKarl Andersen, prófessor og situr í stjórn HjartaverndarLaufey Steingrímsdóttir, prófessor og situr í stjórn HjartaverndarVilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun