Atvinna eykst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar