Öruggt dreifikerfi – líka á Suðurnesjum Þórður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun