Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona – hættum að bíða endalaust eftir hrósinu! Margrét Lilja Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona!
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun