Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda Geir Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar