Slakt gengi stráka í íslensku skólakerfi Björn Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun