Sofið á verðinum í áfengismálum Árni Gunnlaugsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Fyrir jólin birtust á heilsíðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýsingar, en þær eru bannaðar lögum samkvæmt. Slíkur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauðsyn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi. Það veldur vonbrigðum að í skrifum stjórnmálaleiðtoga um áramótin og frambjóðenda fyrir prófkjör flokkanna var ekki lögð áhersla á baráttu gegn eiturlyfjum, en af þeim veldur áfengi mestum skaða. Þótt enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hafi ákveðna stefnu í áfengismálum ættu ráðamenn að geta sýnt í orði og verki jákvæðan hug til þeirra mála svo sem með því að afnema vínveitingar á vegum hins opinbera eins og Vilhjálmur Hjálmarsson gerði í sinni ráðherratíð og eftir var tekið. Því miður virðast stjórnvöld sofa á verðinum í því alvarlega samfélagsvandamáli, sem hér um ræðir. Þannig er óbreytt verð á bjór og léttvínum á þessu ári ekki fallið til þess að draga úr áfengisdrykkju og ekki til framgangs þeirri ályktun, sem gerð var á fundi Norðurlandaráðs á sl. ári um að minnka áfengisneyslu á næstu árum.Viðvaranir lækna. Á sama hátt og fólk er hvatt til að hætta reykingum og stunda hreyfingu er ekki síður mikilvægt heilsunnar vegna að forðast áfengi. Meðal þeirra lækna, sem fyrr á árum vöruðu við áfengisdrykkju var Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Hann sagði: „Alkóhólið er meira þjóðfélagsböl og meiri sjúkdómsvaldur en nokkurt annað efni.“ Og frægur enskur læknir, William Gull, komst í skýrslu sinni til enska þingsins um áfengismál svo að orði: „Menn líða mikið tjón á heilsunni við stöðuga áfengisneyslu. Þótt í hófi sé skemmir það vefi líkamans, eyðileggur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra áhrifameiri orsök hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið.“ Óttar Guðmundsson geðlæknir telur í blaðaviðtali að stór hluti þeirra sem reyna sjálfsvíg séu undir áhrifum áfengis og að eina róttæka forvörnin gegn sjálfsvígum mundi vera áfengisbann. Þá hefur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í erindi um áhrif lyfja og áfengis á vinnufærni bent á að í dag tengist veikindaþátturinn hjá aldurshópnum 29-55 ára áfengisneyslu.Ummæli þjóðarleiðtoga Öllum er hollt að læra af lífsreynslu annarra. Þannig hefur Tage Erlander, fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagt að loknum löngum stjórnmálaferli: „Ég iðrast þess að hafa ekki staðið í baráttunni gegn áfenginu meðan ég var starfandi stjórnmálamaður með góðu fordæmi eins og gamli kóngurinn. Ef ég væri að byrja minn pólitíska feril myndi ég lifa sem alger bindindismaður og mæla með lífi án áfengis.“ Þá var Kjeld Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, ómyrkur í máli um afstöðu sína til áfengis þegar hann sagði: „Áfengi er eyðingarafl sálar og líkama.“ Og ekki gleymast varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar, fv. forsætisráðherra, þegar hann í áramótaávarpi hvatti til baráttu gegn áfengistískunni. Allt tal áfengisvina um vínmenningu er hið mesta öfugmæli, enda „gerir áfengið ekkert nema illt“ eins og Tolstoj komst að orði. Og sjálfur Goethe sagði: „Ef ég gæti rekið áfengi burt úr heiminum væri ég alsæll.“Hófdrykkja engum til góðs Mikilsvirtur hæstaréttardómari sagði í viðtali 1952: „Hófdrykkja er vægast sagt engum til góðs og kostar einstaklinginn og þjóðfélagið stórfé.“ Síðan hefur áfengisneysla hér á landi margfaldast og tjónið af hennar völdum að sama skapi. Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjórglas kveikjan að notkun annarra eiturlyfja. Þá hafa rannsóknir hér á landi leitt í ljós að tveir af hverjum tíu, sem byrja að neyta áfengis, eru taldir verða ofdrykkju að bráð eða lenda í vandræðum vegna drykkju sinnar. Hætt er við að menn afsali valdi yfir sjálfum sér með notkun vímuefna. Hvernig getur það verið eftirsóknarvert að skerða dómgreind, spilla heilsu sinni og eiga það á hættu að valda sjálfum sér og öðrum slysum og annarri ógæfu vegna áfengisnotkunar? Hvað sárast er þegar áfengisnotendur raska heimilisfriði og brjóta þann rétt barna að njóta friðsæls og heilbrigðs fjölskyldulífs. Svo harkalega er vegið að rétti barna í þeim efnum, að full ástæða er til að tryggja hann í stjórnarskrá líkt og vilji er til um önnur mikilvæg málefni. Eina örugga ráðið gegn því að lenda í klóm Bakkusar er að meina honum aðgang í sitt líf og hafa bindindishugsjónina að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir jólin birtust á heilsíðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýsingar, en þær eru bannaðar lögum samkvæmt. Slíkur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauðsyn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi. Það veldur vonbrigðum að í skrifum stjórnmálaleiðtoga um áramótin og frambjóðenda fyrir prófkjör flokkanna var ekki lögð áhersla á baráttu gegn eiturlyfjum, en af þeim veldur áfengi mestum skaða. Þótt enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hafi ákveðna stefnu í áfengismálum ættu ráðamenn að geta sýnt í orði og verki jákvæðan hug til þeirra mála svo sem með því að afnema vínveitingar á vegum hins opinbera eins og Vilhjálmur Hjálmarsson gerði í sinni ráðherratíð og eftir var tekið. Því miður virðast stjórnvöld sofa á verðinum í því alvarlega samfélagsvandamáli, sem hér um ræðir. Þannig er óbreytt verð á bjór og léttvínum á þessu ári ekki fallið til þess að draga úr áfengisdrykkju og ekki til framgangs þeirri ályktun, sem gerð var á fundi Norðurlandaráðs á sl. ári um að minnka áfengisneyslu á næstu árum.Viðvaranir lækna. Á sama hátt og fólk er hvatt til að hætta reykingum og stunda hreyfingu er ekki síður mikilvægt heilsunnar vegna að forðast áfengi. Meðal þeirra lækna, sem fyrr á árum vöruðu við áfengisdrykkju var Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Hann sagði: „Alkóhólið er meira þjóðfélagsböl og meiri sjúkdómsvaldur en nokkurt annað efni.“ Og frægur enskur læknir, William Gull, komst í skýrslu sinni til enska þingsins um áfengismál svo að orði: „Menn líða mikið tjón á heilsunni við stöðuga áfengisneyslu. Þótt í hófi sé skemmir það vefi líkamans, eyðileggur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra áhrifameiri orsök hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið.“ Óttar Guðmundsson geðlæknir telur í blaðaviðtali að stór hluti þeirra sem reyna sjálfsvíg séu undir áhrifum áfengis og að eina róttæka forvörnin gegn sjálfsvígum mundi vera áfengisbann. Þá hefur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í erindi um áhrif lyfja og áfengis á vinnufærni bent á að í dag tengist veikindaþátturinn hjá aldurshópnum 29-55 ára áfengisneyslu.Ummæli þjóðarleiðtoga Öllum er hollt að læra af lífsreynslu annarra. Þannig hefur Tage Erlander, fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagt að loknum löngum stjórnmálaferli: „Ég iðrast þess að hafa ekki staðið í baráttunni gegn áfenginu meðan ég var starfandi stjórnmálamaður með góðu fordæmi eins og gamli kóngurinn. Ef ég væri að byrja minn pólitíska feril myndi ég lifa sem alger bindindismaður og mæla með lífi án áfengis.“ Þá var Kjeld Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, ómyrkur í máli um afstöðu sína til áfengis þegar hann sagði: „Áfengi er eyðingarafl sálar og líkama.“ Og ekki gleymast varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar, fv. forsætisráðherra, þegar hann í áramótaávarpi hvatti til baráttu gegn áfengistískunni. Allt tal áfengisvina um vínmenningu er hið mesta öfugmæli, enda „gerir áfengið ekkert nema illt“ eins og Tolstoj komst að orði. Og sjálfur Goethe sagði: „Ef ég gæti rekið áfengi burt úr heiminum væri ég alsæll.“Hófdrykkja engum til góðs Mikilsvirtur hæstaréttardómari sagði í viðtali 1952: „Hófdrykkja er vægast sagt engum til góðs og kostar einstaklinginn og þjóðfélagið stórfé.“ Síðan hefur áfengisneysla hér á landi margfaldast og tjónið af hennar völdum að sama skapi. Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjórglas kveikjan að notkun annarra eiturlyfja. Þá hafa rannsóknir hér á landi leitt í ljós að tveir af hverjum tíu, sem byrja að neyta áfengis, eru taldir verða ofdrykkju að bráð eða lenda í vandræðum vegna drykkju sinnar. Hætt er við að menn afsali valdi yfir sjálfum sér með notkun vímuefna. Hvernig getur það verið eftirsóknarvert að skerða dómgreind, spilla heilsu sinni og eiga það á hættu að valda sjálfum sér og öðrum slysum og annarri ógæfu vegna áfengisnotkunar? Hvað sárast er þegar áfengisnotendur raska heimilisfriði og brjóta þann rétt barna að njóta friðsæls og heilbrigðs fjölskyldulífs. Svo harkalega er vegið að rétti barna í þeim efnum, að full ástæða er til að tryggja hann í stjórnarskrá líkt og vilji er til um önnur mikilvæg málefni. Eina örugga ráðið gegn því að lenda í klóm Bakkusar er að meina honum aðgang í sitt líf og hafa bindindishugsjónina að leiðarljósi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun