Fleiri fréttir

Framtíðin í tísku hjá Sólveigu

Sólveig Káradóttir, fyrirsæta og sálfræðingur, segir í viðtali við vefsíðuna Shopghost.com að hana langi til að reyna fyrir sér í tískubransanum í framtíðinni. Viðtalið er tekið að því tilefni að Sólveig giftist syni bítilsins George Harrison, Dhani Harrison, í byrjun júní. Þá segir Sólveig að hún hafi haft taugar til tískuheimsins síðan hún vann í versluninni 17 þegar hún var unglingur. Einnig uppljóstar Sólveig að um leið og hún sé snúin aftur frá brúðakaupsferðalaginu sínu ætli hún að einbeita sér að nokkrum spennandi verkefnum tengdum tísku en vill ekki fara nánar út í þá sálma.

Ótrúlegur árangur

Myndband hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Little Talks hefur verið tilnefnt til MTV-verðlauna fyrir bestu listrænu stjórnun. Tilnefningin er enn ein rósin í hnappagat hljómsveitarinnar sem hefur verið á góðri siglingu á árinu. Platan My Head is an Animal hefur selst í meira en 420 þúsund eintökum en þar af hafa um 260 þúsund plötur selst í Bandaríkjunum og um 50 þúsund í Þýskalandi. Þá er smáskífa lagsins Little Talks komin í gull í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu og Austurríki. Ótrúlegur árangur hjá Nönnu Bryndísi og félögum.

Feðgin með sex daga tónlistarhátíð

"Hún fer sínar eigin leiðir og þarf lítið á leiðbeiningum að halda því þetta liggur svo fallega fyrir henni,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson um 19 ára gamla dóttur sína, Vigdísi Völu Valgeirsdóttur.

Bandaríkjamenn taka fram úr Íslendingum á Airwaves

Miðasala fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves hófst í desember í fyrra og að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er líklegt að Bandaríkjamenn verði fjölmennastir á hátíðinni.

Leikur í kvikmynd

Söngkonan Lady Gaga þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í kvikmynd leikstjórans Robert Rodriguez, Machete Kills. Kvikmyndin er framhald hasarmyndarinnar Machete frá árinu 2010.

Keira vill breyta til

Leikkonan Keira Knightley sagði í viðtali við Empire Magazine að hún væri orðin þreytt á frægðinni og vildi bráðlega fara að einbeita sér að minni og listrænni kvikmyndum.

Fyrst kvenna í stjórn IMAGO

"Það er mjög skemmtilegt að takast á við þá ábyrgð að vera fyrsta kona stjórnarinnar. Í flestum löndum eru kvikmyndatökumenn karlkyns en með hverju árinu eykst fjöldi kvenna, það er kvikmyndatökukvenna, í þessu skemmtilega starfi," segir kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir sem braut blað í sögu Sambands evrópskra kvikmyndatökumanna í febrúar þegar hún var kjörin fyrst kvenna í stjórn félagsins frá upphafi.

Fékk hálsmen að gjöf

Jennifer Lopez fagnaði 43 ára afmæli sínu á miðvikudag. Casper Smart, kærasti Lopez, gaf henni demantshálsmen og bleikan bangsa í afmælisgjöf.

Útlitið skiptir nánast jafn miklu máli og maturinn

"Ég lærði húsasmíði á sínum tíma og hef í raun aldrei titlað mig hönnuð – ég bara framkvæmi,“ segir Leifur Welding sem er í dag einn vinsælasti innanhúshönnuður landsins. Leifur hefur komið að útlitshönnun um tuttugu veitingastaða á landinu og verður ekki uppiskroppa með verkefni í bráð.

Campbell í sjónvarpið

Fyrirsæturnar Karolina Kurkova og Coco Rocha hafa gengið til liðs við Naomi Campbell og verða þátttakendur í nýjum sjónvarpsþætti þeirrar síðastnefndu. Ljósmyndarinn Nigel Barker, sem þekktur er úr America?s Next Top Model, verður þáttastjórnandinn.

Aðdáendur gráta með Robert Pattinson

Fátt kemst að í slúðurheimum þessa dagana annað en fréttir af framhjáhaldi Kristen Stewart, 22ja ára og Rupert Sanders, 41 árs. Sanders leikstýrði Stewart í myndinni Snow White and the Huntsman sem kom út í maí, en myndir af kossaflensi þeirra rötuðu á síður US Weekly í vikunni og hafa valdið miklu fjaðrafoki.

Jazz undir fjöllum í dag

Djasshátíðin "Jazz undir fjöllum" fer fram í níunda sinn í dag. Fram koma aðilar úr framvarðasveit íslenskrar djass- og blústónlistar, Sigurður Flosason, Þórir Baldursson, Einar Scheving og Andrea Gylfadóttir með hljómsveit sinni, Sálgæslunni. Þau spila á aðaltónleikum hátíðarinnar í kvöld í félagsheimilinu Fossbúð.

Allt leyfilegt þegar menn eru komnir í spandexið

„Við erum svo klisjukenndir að það hálfa væri nóg, en það þarf smá pung til að þora þetta,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson, eða Bebbi Diamond eins og hann kallar sig, trommari glysrokkbandsins Diamond Thunder.

Miðalausar eftir níu tíma ferðalag

"Ég mundi eftir hamborgarakryddinu en ekki miðunum,“ segir körfuboltakonan Andrea Ösp Pálsdóttir hlæjandi en hún lagði upp í níu tíma svaðilför ásamt vinkonu sinni Unni Hauksdóttur í fyrradag til Borgarfjarðar eystri á tónlistarhátíðina Bræðsluna. Þegar komið var á áfangastað klukkan tvö aðfaranótt föstudags uppgötvuðu þær sér til mikillar skelfingar að miðana vantaði.

Ósáttir tónleikagestir

Franskir áhorfendur bauluðu á Madonnu og köstuðu vatnsflöskum í átt að sviðinu að loknum tónleikum hennar í l‘Olympia tónleikahöllinni í París.

Tinna trónir á toppnum

Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri er tekjuhæsta listakonan í hópi leik- og söngkvenna á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 721 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var í öðru sæti með 570 þúsund krónur. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er þriðja í röðinni en hún var með 534 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Arna Schram tekjuhæsta fjölmiðlakonan

Arna Schram upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar er tekjuhæsta fjölmiðlakonan á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 984 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Agnes Guðrún Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins var í öðru sæti með 888 þúsund krónur. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri RÚV er þriðja í röðinni en hún var með tvö þúsund krónum lægri mánaðarlaun en Agnes...

Það eru fleiri geðveikir en alkar

„Þetta er nú bara grín því það er alltaf talað um að alkar séu geðveikir og ég held því fram að það megi finna öll þessi vandamál í Íslendingasögunum,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, um titil fyrirlesturs síns, Það eru fleiri geðveikir en alkar, sem hann flytur á Edrúhátíð SÁÁ að Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina.

Ein kvöldstund með Ronan í boði

"Það hefur alltaf verið ódýrara að koma á sunnudeginum en núna fengum við Herjólf í samstarf með okkur og settum í fyrsta skipti upp næturferðir aftur í land aðfaranótt mánudagsins,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson meðlimur í skipulagningarnefnd Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum.

Skrifar eiginkonunni bréf

Kristen Stewart og Rupert Sanders sendu bæði frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær eftir að þau urðu uppvís að framhjáhaldi.

Djúpið heimsfrumsýnd í Toronto

Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations sem heldur utan um stærstu myndir hátíðarinnar eftir kvikmyndagerðarmenn sem eru leiðandi í fagi sínu í heiminum.

Uppnám vegna framhjáhalds

Uppnám er í Twilight-heimi vegna fregna af framhjáhaldi leikkonunnar Kristen Stewart með leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders.

Afskaplega ástfangin

Angelinu Jolie og Brad Pitt er ætlað að eyða ævinni saman ef marka má orð vinar þeirra, skartgripahönnuðarins Roberts Procop. Hann hannaði trúlofunarhring Jolie og hefur þekkt parið í nokkur ár.

Dorrit kom villuráfandi hundi til bjargar

Dorrit Mousaieff forsetafrú kom hundinum Sesar til bjargar þegar hún og Ólafur Ragnar voru stödd í Garðabæ á dögunum. Hundurinn slapp einhvern veginn út af heimili í Garðabæ og ráfaði þaðan sem leið lá að Garðatorgi fyrir utan verslun Hagkaupa . Vildi þá svo vel til að forsetafrúin sjálf, frú Dorrit Moussaieff var þar stödd í erindagjörðum og Ólafur Ragnar maður hennar einnig. Hann beið í forsetabílnum.

Hundruðir nota happy hour-app

Heimur snjallsímaeigenda tekur stöðugum framförum og það allra heitasta í dag er smáforrit, eða svokallað app, sem nefnist Reykjavík Appy Hour.

Gylfi rífur upp vinsældir Tottenham á Íslandi

„Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi.

Settlegur í kynlífinu

Russel Brand segir smekk sinn á kynlífi hafa róast með árunum. Í útvarpsviðtali við Howard Stern á dögunum sagði hann áhuga sinn á klámi hafa minnkað til muna á undanförnum árum og að hann væri allur orðinn settlegri og alvarlegri í bólinu.

Tónleikar í Bíó Paradís á fimmtudögum

Þegar vora tekur og sólin fer að skína missir hin myrkrum þjakaða þjóð allan áhuga á að sitja í dimmum bíósal og borða popp. Þetta hefur ekki farið fram hjá þeim sem reka Bíó Paradís. Þess vegna verða ekki bíósýningar í sal eitt á fimmtudagskvöldum klkukkan tíu heldur tónleikar í staðinn.

Transkona opnar sig á hvíta tjaldinu

„Þetta er auðvitað bara mín saga og ég ákvað að segja hana vegna þess að ég hefði svo sannarlega þurft að horfa á svona mynd þegar ég var yngri,“ segir Hrafnhildur sem er viðfangsefni heimildarmyndar sem ber nafn hennar, Hrafnhildur.

Leikstýrir Skaupinu í fjórða skipti

Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í ár og er þetta í fjórða sinn sem hann leikstýrir Skaupinu. Gunnar Björn mun að öllum líkindum einnig koma að handritaskriftunum líkt og fyrri ár og segir Skaupið skemmtilegt verkefni þó það geti oft á tíðum verið stressandi.

LungA lauk með bónorði

"Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur "high five“ og segja hvað þetta hefði verið æðislegt,“ sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að útitónleikum listahátíðarinnar LungA loknum aðfaranótt sunnudags.

Hollywood-stjörnur fitnessheimsins koma til Íslands

„Þau eru bæði hálfgerðar Hollywood-stjörnur og með milljónir aðdáenda sem fylgjast með þeim í gegnum netið,“ segir kraftajötuninn Hjalti Úrsus um þau Ronnie Coleman og Larissu Reis sem eru væntanleg til landsins í nóvember. Þau koma hingað til að taka þátt í árlegu vörusýningunni Iceland Health and Fitness Expo sem Hjalti stendur fyrir ásamt Fitness Sporti.

Gylfi Sig styður Hjóla-Róbert

"Ég ætla að hjóla eftir þjóðvegi eitt og þetta eru alls um 1.332 kílómetrar,“ segir Róbert Þórhallsson hjólakappi, sem leggur upp í hringferð um Ísland 7. ágúst til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB).

Frá Séð og Heyrt í slúðrið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona og fyrrum ritstjóri Séð og heyrt heldur úti bloggsíðunni Glysborgin.wordpress.com þar sem hún segir fréttir af stjörnunum í Hollywood.

Crowe vill ekki athygli

Starfsliðinu í kringum Noah, nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, var boðið til sérstakrar forsýningar á nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, í Sambíóunum Egilshöll klukkan fjögur í gær. Fljótlega kvisaðist út að stórstirnin Russell Crowe og Anthony Hopkins mundu láta sjá sig á sýningunni og því biðu ljósmyndarar og myndatökumenn á staðnum þegar fólk mætti á staðinn. Biðin reyndist hins vegar til einskis því að hvorugur mætti og var sú skýring gefin að þeir vildu forðast sviðsljósið.

Stallone fylgdi syni sínum til grafar

Sylvester Stallone fylgdi Sage, syni sínum, til grafar í gær. Athöfnin fór fram í kirkju í Los Angeles. Líki Sages var síðan ekið í kirkjugarðinn þar sem hann var grafinn. Sage, sem er elsti sonur Sylvesters, fannst látinn þann 13. júlí síðastliðinn í íbúð sinni í Los Angeles. Frumniðurstöður krufningar hafa engu ljósi varpað á það hvers vegna Sage lést og því getur þurft að bíða í tvo mánuði þar til niðurstöður eiturefnaprófa verða ljósar.

Fastakúnnar Frúarinnar felldu tár

Verslunin Frúin í Hamborg hættir rekstri þann 28. júlí næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt í tíu ár og nýtur mikilla vinsælda meðal Akureyringa sem og innlendra og erlendra ferðamanna.

Ný bardagaíþrótt fyrir hvern sem er

„Hapkido er bardagalist ættuð frá Kóreu og að mörgu leyti náskyld taekwondo og aikido. Það má líkja þessu við innanhúsfótbolta og utanhúsfótbolta, eiginlega sama íþróttin en öðruvísi reglur, aðferðir og spilamennska,“ segir Sigursteinn Snorrason, yfirþjálfari Hapkido Iceland, sem er nýkominn heim frá Kóreu þar sem hann bjó og vann sem taekwondo-þjálfari.

Læðan Tsuki komst heim eftir tæpt ár á vergangi

„Ég varð mjög hissa því ég var orðin vonlaus um að hún mundi nokkurn tímann skila sér og eiginlega búin að taka það í sátt að hún væri horfin að eilífu. Við áttum annan kött sem hafði horfið sporlaust og því vorum við ekki vongóð um að Tsuki mundi finnast,“ segir Karólína Vigdís Ásgeirsdóttir sem endurheimti nýverið læðuna Tsuki sem hafði horfið sporlaust af heimili sínu í september í fyrra.

Emmy-tilnefningarnar koma fæstum á óvart

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudag. Sjónvarpsþættirnir Mad Men og American Horror Story fengu flestar tilnefningar í ár. Mad Men og American Horror Story fengu sautján tilnefningar hvor. Einnig vakti athygli að allir karlleikarar Modern Family voru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningarnar koma líklega fáum á óvart enda eru tilnefndir þættir með þeim vinsælustu í dag.

Skrímslin, Nemó og Viddi aftur á tjaldið?

Sögur herma að framhaldsmynd um fiskinn vinalega hann Nemó sé væntanleg á hvíta tjaldið innan skamms. Samkvæmt fréttamiðlinum Telegraph hefur leikstjórinn Andrew Stanton verið fenginn til að leikstýra ævintýrinu öðru sinni en hann leikstýrði einnig fyrri myndinni, Finding Nemo, sem kom út árið 2003. Sú mynd halaði inn um 200 milljarða króna auk þess sem hún vann til Óskarsverðlauna. Þá er einnig verið að vinna í þrívíddarútgáfu af Finding Nemo og kemur sú mynd út á undan framhaldsmyndinni.

Grillmarkaðurinn með besta borgarann

„Við erum alveg geigvænlega hrifin af borginni og okkar hlutverk er meðal annars að benda lesendum á hluti sem þeir ættu að prófa,“ segir Haukur S. Magnússon, annar ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine, sem gaf út sitt fjórða árlega „Best í Reykjavík“ tölublað á dögunum. Þar hljóta sjötíu staðir og fyrirbæri lof fyrir að vera bestir á sínu sviði.

Sjá næstu 50 fréttir