Lífið

Transkona opnar sig á hvíta tjaldinu

Hrafnhildur segir að hún hefði sjálf þurft mikið á samskonar mynd að halda þegar hún var yngri og þess vegna ákvað hún að taka þátt í gerð hennar.
Hrafnhildur segir að hún hefði sjálf þurft mikið á samskonar mynd að halda þegar hún var yngri og þess vegna ákvað hún að taka þátt í gerð hennar. Mynd/Elena litsova
„Þetta er auðvitað bara mín saga og ég ákvað að segja hana vegna þess að ég hefði svo sannarlega þurft að horfa á svona mynd þegar ég var yngri,“ segir Hrafnhildur sem er viðfangsefni heimildarmyndar sem ber nafn hennar, Hrafnhildur.

Hrafnhildur var orðin 26 ára gömul þegar hún gafst upp á að reyna að lifa lífinu sem Halldór Hrafn og tilkynnti sínum nánustu um að hún væri í raun kvennmaður fastur í líkama karlmanns. Hún hóf kynjaleiðréttingarferli í kjölfarið og tók höndum saman við sjónvarpskonuna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur um að gera um það heimildarmynd.

Myndin hefur verið í vinnslu í gegnum allt ferlið og upptökuvélar hafa meðal annars fylgt Hrafnhildi eftir í heimsóknir til geðlæknis og í hormónameðferðir.

„Ég er auðvitað smeyk við að opinbera mig á þann hátt sem ég geri í myndinni, hingað til hef aldrei viljað blanda mér opinberlega í umfjöllun um transmál. Ég vil ekki að fólk telji mig einhvern talsmann transfólks á Íslandi“ segir hún en réttarstaða transfólks hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og mikið að gerast í baráttumálum þeirra.

Þar má til dæmis nefna að um miðjan júní voru samþykkt lög til að tryggja transfólki jafna stöðu á við aðra, nokkuð sem átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum.

Heimildarmyndin Hrafnhildur verður frumsýnd á fyrsta degi Gay Pride, þann 7.ágúst, í Bíó Paradís.

- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.