Gylfi rífur upp vinsældir Tottenham á Íslandi 25. júlí 2012 11:00 Koma Gylfa til Tottenham hefur lyft félaginu upp hérlendis. Formaðir Tottenham-klúbbsins á Íslandi, Birgir Ólafsson, segir Gylfa vera alveg eins og aðdáendur vilji hafa stjörnurnar sínar. „Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi. Á síðustu leiktíð fóru skráðir meðlimir Tottenham-klúbbsins upp í 350 manns, sem er að sögn Birgis mesti fjöldi frá stofnun hans árið 1995. Koma Gylfa Sigurðssonar til liðsins er nú þegar farin að hafa áhrif hérlendis og aðdáendum fjölgar ört. Hann er strax orðinn vinsæll ytra líka eftir að hafa skorað mark í sínum fyrsta leik á dögunum. Birgir telur vinsældir hans aðeins eiga eftir að eukast, sleppi hann við öll meiriháttar meiðsl. „Gylfi Sigurðsson er einfaldlega langbesti íslenski knattspyrnumaðurinn í dag. Það gleður mig mikið að hann hafi að lokum ákveðið að fara til Tottenham því ég hef óbilandi trú á honum sem leikmanni og tel hann hafa allt til brunns að bera til að verða súperstjarna. Hann er hógvær gaur sem lætur verkin tala og það er ekkert vesen á honum. Hann er alveg eins og aðdáendur vilja hafa stjörnurnar sínar,“ segir hann. Tottenham-klúbburinn heldur úti heimasíðunni spurs.is, auk þess sem þeir aðstoða við að útvega miða á leiki, gefa út blað á hverju ári og fleira. „Það er aldrei að vita nema við náum Gylfa í samstarf með okkur í nánustu framtíð og fáum til dæmis viðtal við hann í blaðið,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir ekki enn búinn að festa kaup á nýju Tottenham-treyjunni en segist þó eiga eftir að gera það. Hann er þó ekki viss hvort hún verði merkt Gylfa, en af þeim rúmlega tuttugu treyjum sem hann á eru ekki nema fjórar þeirra merktar. Nýju treyjurnar komu í sölu í Jóa útherja fyrir helgi og að sögn Valdimars Magnússonar, starfsmanns verslunarinnar, hafa þær rokið út. „Við fengum vel yfir 100 treyjur sendar og það er farið að sjá vel á lagernum. Það er ekki spurning að það verður sprenging í sölu á Tottenham-treyjum þetta árið,“ segir hann. Verslunin er nú með í gangi leik þar sem allir sem kaupa hjá þeim Tottenham-treyju fyrir 1. september fara í pott og geta unnið ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Wigan þann 4. nóvember næstkomandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi. Á síðustu leiktíð fóru skráðir meðlimir Tottenham-klúbbsins upp í 350 manns, sem er að sögn Birgis mesti fjöldi frá stofnun hans árið 1995. Koma Gylfa Sigurðssonar til liðsins er nú þegar farin að hafa áhrif hérlendis og aðdáendum fjölgar ört. Hann er strax orðinn vinsæll ytra líka eftir að hafa skorað mark í sínum fyrsta leik á dögunum. Birgir telur vinsældir hans aðeins eiga eftir að eukast, sleppi hann við öll meiriháttar meiðsl. „Gylfi Sigurðsson er einfaldlega langbesti íslenski knattspyrnumaðurinn í dag. Það gleður mig mikið að hann hafi að lokum ákveðið að fara til Tottenham því ég hef óbilandi trú á honum sem leikmanni og tel hann hafa allt til brunns að bera til að verða súperstjarna. Hann er hógvær gaur sem lætur verkin tala og það er ekkert vesen á honum. Hann er alveg eins og aðdáendur vilja hafa stjörnurnar sínar,“ segir hann. Tottenham-klúbburinn heldur úti heimasíðunni spurs.is, auk þess sem þeir aðstoða við að útvega miða á leiki, gefa út blað á hverju ári og fleira. „Það er aldrei að vita nema við náum Gylfa í samstarf með okkur í nánustu framtíð og fáum til dæmis viðtal við hann í blaðið,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir ekki enn búinn að festa kaup á nýju Tottenham-treyjunni en segist þó eiga eftir að gera það. Hann er þó ekki viss hvort hún verði merkt Gylfa, en af þeim rúmlega tuttugu treyjum sem hann á eru ekki nema fjórar þeirra merktar. Nýju treyjurnar komu í sölu í Jóa útherja fyrir helgi og að sögn Valdimars Magnússonar, starfsmanns verslunarinnar, hafa þær rokið út. „Við fengum vel yfir 100 treyjur sendar og það er farið að sjá vel á lagernum. Það er ekki spurning að það verður sprenging í sölu á Tottenham-treyjum þetta árið,“ segir hann. Verslunin er nú með í gangi leik þar sem allir sem kaupa hjá þeim Tottenham-treyju fyrir 1. september fara í pott og geta unnið ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Wigan þann 4. nóvember næstkomandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira