Lífið

Aðdáendur gráta með Robert Pattinson

Fátt kemst að í slúðurheimum þessa dagana annað en fréttir af framhjáhaldi Kristen Stewart, 22ja ára og Rupert Sanders, 41 árs. Sanders leikstýrði Stewart í myndinni Snow White and the Huntsman sem kom út í maí, en myndir af kossaflensi þeirra rötuðu á síður US Weekly í vikunni og hafa valdið miklu fjaðrafoki.

Robert Pattinson, kærasti Stewart og sálufélagi úr Twilight-myndunum sívinsælu, er sagður vera niðurbrotinn maður í kjölfar fréttanna og heimildarmaður náinn honum telur ólíklegt að hann muni fyrirgefa kærustunni svikin. Enn hefur Robert ekki tjáð sig um málið en bæði Kristen og Rupert hafa sent út yfirlýsingar þar sem þau segjast miður sín, biðjast afsökunar og kenna dómgreindarleysi og stundarbrjálæði um verknaðinn. Rupert Sanders á tvö börn með eiginkonu sinni til fimmtán ára, fyrirsætunni Liberty Ross, en hún birtist í Mjallhvítarmyndinni þar sem hún lék unga móður Mjallhvítar sem leikin var af Stewart.



Æstir Twilight aðdáendur hafa farið offari á vefnum og jafnvel gengið það langt að taka upp tilfinningaþrungin myndbönd sem innihalda tár, reiði og skilningsleysi á því hvernig þetta mesta ástarsamband sem kvikmyndahúsin hafa séð á undanförnum árum geti átt svo sorglegan endi. Spurningin sem brennur á vörum flestra er samt klárlega: Hver heldur fram hjá Robert Pattinson?

tinnaros@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.