Lífið

Stallone fylgdi syni sínum til grafar

JHH skrifar
mynd/ afp.
Sylvester Stallone fylgdi Sage, syni sínum, til grafar í gær. Athöfnin fór fram í kirkju í Los Angeles. Líki Sages var síðan ekið í kirkjugarðinn þar sem hann var grafinn. Sage, sem er elsti sonur Sylvesters, fannst látinn þann 13. júlí síðastliðinn í íbúð sinni í Los Angeles. Frumniðurstöður krufningar hafa engu ljósi varpað á það hvers vegna Sage lést og því getur þurft að bíða í tvo mánuði þar til niðurstöður eiturefnaprófa verða ljósar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.