Lífið

Campbell í sjónvarpið

Naomi Campbell stýrir sjónvarpsþætti sem nefnist The Face.
Naomi Campbell stýrir sjónvarpsþætti sem nefnist The Face.
Fyrirsæturnar Karolina Kurkova og Coco Rocha hafa gengið til liðs við Naomi Campbell og verða þátttakendur í nýjum sjónvarpsþætti þeirrar síðastnefndu. Ljósmyndarinn Nigel Barker, sem þekktur er úr America?s Next Top Model, verður þáttastjórnandinn.

Sjónvarpsþættirnir nefnast The Face og svipar til The X Factor-þáttanna. Fyrirsæturnar þrjár munu þjálfa hóp stúlkna og kenna þeim tökin á tískubransanum. Ein stúlka stendur að lokum uppi sem sigurvegari og fær að launum samning við alþjóðlegt tískumerki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.