Lífið

Skrímslin, Nemó og Viddi aftur á tjaldið?

Eflaust eru margir spenntir fyrir að endurnýja kynnin við vinina Nemó og Doris og varla færri spenntir yfir að skemmta sér með Vidda og Bósa enn á ný.
Eflaust eru margir spenntir fyrir að endurnýja kynnin við vinina Nemó og Doris og varla færri spenntir yfir að skemmta sér með Vidda og Bósa enn á ný.
Sögur herma að framhaldsmynd um fiskinn vinalega hann Nemó sé væntanleg á hvíta tjaldið innan skamms. Samkvæmt fréttamiðlinum Telegraph hefur leikstjórinn Andrew Stanton verið fenginn til að leikstýra ævintýrinu öðru sinni en hann leikstýrði einnig fyrri myndinni, Finding Nemo, sem kom út árið 2003. Sú mynd halaði inn um 200 milljarða króna auk þess sem hún vann til Óskarsverðlauna. Þá er einnig verið að vinna í þrívíddarútgáfu af Finding Nemo og kemur sú mynd út á undan framhaldsmyndinni.

Nemó er þó ekki eini gamli vinurinn sem aðdáendur teiknimynda geta látið sig hlakka til að endurnýja kynnin við, því leikarinn Tom Hanks, sem talar fyrir kúrekann Vidda í Toy Story-myndunum, hefur látið hafa eftir sér að fjórða myndin um Vidda, Bósa og félaga í Toy Story sé einnig væntanleg.

Hvorugur teiknimyndarisana, Disney og Pixar, hafa viljað staðfesta orðróminn. Pixar-menn hafa þó staðfest að teiknimyndin Monsters University komi í bíóhús þann 21. júní 2013, en hún er framhald af teiknimyndinni Monsters Inc sem sló í gegn árið 2001. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.