Hollywood-stjörnur fitnessheimsins koma til Íslands 23. júlí 2012 15:00 Bæði Larissa Reis og Ronnie Coleman eru stórar stjörnur í heimi vaxtarræktar og fitness og eflaust margir spenntir að fá að hitta þau hérlendis í nóvember. „Þau eru bæði hálfgerðar Hollywood-stjörnur og með milljónir aðdáenda sem fylgjast með þeim í gegnum netið,“ segir kraftajötuninn Hjalti Úrsus um þau Ronnie Coleman og Larissu Reis sem eru væntanleg til landsins í nóvember. Þau koma hingað til að taka þátt í árlegu vörusýningunni Iceland Health and Fitness Expo sem Hjalti stendur fyrir ásamt Fitness Sporti. Ronnie Coleman er mörgum kunnur, en hann er áttfaldur Herra Olympia og hefur auk þess unnið Arnold Classic-mótið og fjölda annarra. „Þegar Densel Washington og þessir kallar vitna í vaxtarræktarmann í myndum þá er það alltaf Ronnie. Hann er stærsta nafnið í þessum bransa strax á eftir Schwarzenegger sjálfum,“ segir Hjalti og bætir við að hann sé mjög skemmtilegur karakter. „Hann gargar til dæmis oft „lightweight, lightweight“, þegar hann er að lyfta kannski 400 kílóum. Það eru alltaf einhverjir svona stælar í honum,“ segir Hjalti hlæjandi en Coleman er þekktur fyrir þessa stæla sína og skemmtilega frasa. Larissa Reis er tvímælalaust sú heitasta í bransanum í dag en hún keppir í röð þeirra allra bestu í fitness og er með gríðarlega stóran aðdáendahóp. „Á bloggsíðunum hjá stelpunum sem eru í fitness má vel sjá að hún er mikil fyrirmynd hjá þeim. Hún er rosalega hörð, vöðvuð og flott en samt þannig að konur vilja vera eins og hún því hún er svo glæsileg,“ segir Hjalti. „Hún er alveg ótrúlega vinsæl og ég spái því að hún eigi eftir að enda í Hollywood,“ bætir hann við. Á vörukynningunni mun Larissa bjóða upp á námskeið fyrir stelpur þar sem hún fer með þeim yfir hluti eins og þjálfun og mataræði. Bæði lenda Ronnie og Larissa á landinu 7. nóvember og hún verður hér í fimm daga en hann í fjóra. Þau verða á sýningunni, sem haldin verður í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ helgina 10. til 11. nóvember, og gefst fólki þar kostur á að hitta þau að máli, fá hjá þeim eiginhandaráritanir og ná myndum af sér með þeim. „Heilsuiðnaðurinn er orðinn svo rosalega stór hérlendis að það er frábært að geta boðið fólki upp á að komast í kynni við svona stór nöfn,“ segir Hjalti. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
„Þau eru bæði hálfgerðar Hollywood-stjörnur og með milljónir aðdáenda sem fylgjast með þeim í gegnum netið,“ segir kraftajötuninn Hjalti Úrsus um þau Ronnie Coleman og Larissu Reis sem eru væntanleg til landsins í nóvember. Þau koma hingað til að taka þátt í árlegu vörusýningunni Iceland Health and Fitness Expo sem Hjalti stendur fyrir ásamt Fitness Sporti. Ronnie Coleman er mörgum kunnur, en hann er áttfaldur Herra Olympia og hefur auk þess unnið Arnold Classic-mótið og fjölda annarra. „Þegar Densel Washington og þessir kallar vitna í vaxtarræktarmann í myndum þá er það alltaf Ronnie. Hann er stærsta nafnið í þessum bransa strax á eftir Schwarzenegger sjálfum,“ segir Hjalti og bætir við að hann sé mjög skemmtilegur karakter. „Hann gargar til dæmis oft „lightweight, lightweight“, þegar hann er að lyfta kannski 400 kílóum. Það eru alltaf einhverjir svona stælar í honum,“ segir Hjalti hlæjandi en Coleman er þekktur fyrir þessa stæla sína og skemmtilega frasa. Larissa Reis er tvímælalaust sú heitasta í bransanum í dag en hún keppir í röð þeirra allra bestu í fitness og er með gríðarlega stóran aðdáendahóp. „Á bloggsíðunum hjá stelpunum sem eru í fitness má vel sjá að hún er mikil fyrirmynd hjá þeim. Hún er rosalega hörð, vöðvuð og flott en samt þannig að konur vilja vera eins og hún því hún er svo glæsileg,“ segir Hjalti. „Hún er alveg ótrúlega vinsæl og ég spái því að hún eigi eftir að enda í Hollywood,“ bætir hann við. Á vörukynningunni mun Larissa bjóða upp á námskeið fyrir stelpur þar sem hún fer með þeim yfir hluti eins og þjálfun og mataræði. Bæði lenda Ronnie og Larissa á landinu 7. nóvember og hún verður hér í fimm daga en hann í fjóra. Þau verða á sýningunni, sem haldin verður í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ helgina 10. til 11. nóvember, og gefst fólki þar kostur á að hitta þau að máli, fá hjá þeim eiginhandaráritanir og ná myndum af sér með þeim. „Heilsuiðnaðurinn er orðinn svo rosalega stór hérlendis að það er frábært að geta boðið fólki upp á að komast í kynni við svona stór nöfn,“ segir Hjalti. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning