Fleiri fréttir

Siggi Hlö þeytir skífum á Sardiníu

„Maður er bara heimsfrægur, það er bara svoleiðis,“ segir plötusnúðurinn Siggi Hlö sem er staddur á Sardiníu á Ítalíu þar sem hann þeytir skífum í brúðkaupi næstkomandi laugardag.

Hálfíslenskur John Grant fær þakkir fyrir að vera til

„Þetta er búið að vera mjög gaman, allavega upp á síðkastið,” segir hinn hálfíslenski John Harmon Grant um þá upplifun sína að bera sama nafn og þekkti tónlistarmaðurinn John Grant, sem hefur verið búsettur hér undanfarna mánuði og er mörgum kunnugur.

Gefur sjálfur 100 þúsund

„Ég setti mér það markmið að reyna að safna hálfri milljón og ef það tekst ætla ég sjálfur að gefa 100.000 krónur í viðbót,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst.

Vinnur með stórlaxi í bandarísku sjónvarpi

„Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters.

Flea á Íslandi

Vart er þverfótað fyrir erlendum stórstjörnum á landinu um þessar mundir. Fjölmiðlar hafa greint frá ferðum Bens Stiller og Russells Crowe, en þeir fara með aðalhlutverkin hvor í sinni stórmyndinni, sem verða teknar upp að hluta hér á landi á næstunni. Í gær birti svo enginn annar en Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, mynd af sér á Íslandi á vefsíðunni Twitter. Skilaboðin sem fylgdu myndinni voru stutt en hnitmiðuð: „Ó Ísland".

Stolið rúntar með rokkgoði

„Við vorum með hetjuna fram í allan tímann sem var ansi hressandi,“ segir Kristinn Jón Arnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Stolið, um myndband við splunkunýtt lag sem nefnist Dagurinn.

Lopez hyggst leika meira

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hætti sem kunnugt er sem dómari í raunveruleikaþættinum American Idol í síðustu viku. Hún segist í nýlegu viðtali ætla að halda áfram að einbeita sér að tónlistinni, ásamt því að koma sér aftur í kvikmyndir.

Leggja undir sig Eyrarbakka

„Myndin verður tekin upp 99% á Íslandi og þá aðallega á Eyrarbakka, en þó aðeins í Reykjavík líka,“ segir Anna G. Magnúsdóttir, framleiðandi sænsku myndarinnar Hemma.

Kjartan spilar fyrir Kjartan í tónleikaferð Sigur Rósar

„Við erum að gera okkar besta til að fylla í skarðið fyrir Kjartan á þessum túr,“ segir Kjartan Dagur Holm sem spilar fyrir nafna sinn á tónleikaferðalagi Sigur Rósar en sveitin fer út næstkomandi sunnudag.

Innrásin frá Hollywood

Ljóst er að brostið hjarta leikarans Toms Cruise mun ekki fæla erlent kvikmyndagerðarfólk frá landinu.

Heppnastur í heimi

Söngvarinn Elton John játaði að hafa á sínum yngri árum stundað kynlíf í gríð og erg án þess að nota verjur. Þetta var í viðtali við Matt Lauer sem sýnt verður á NBC-sjónvarsstöðinni í dag og á morgun.

LungA alþjóðlegri og fjölmennari í ár

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, er nú haldin í þrettánda sinn á Seyðisfirði. Vikulöng gleðin hófst með opnunartónleikum síðastliðið sunnudagskvöld og að sögn Berglindar Sunnu Stefánsdóttur, tónlistarstjóra LungA, er hátíðin í ár fjölmennari og alþjóðlegri en áður.

Uma eignaðist dóttur

Leikkonan Uma Thurman eignaðist dóttur með unnusta sínum, viðskiptamanninum Arpad Busson. Stúlkan fæddist á mánudag og heilsast móður og barni vel að sögn talsmanns Thurman.

Óskar eftir sögum venjulegs fólks

Lene Stæhr, dönsk heimildarmyndagerðakona, vinnur að þríleik í samstarfi við danska ríkissjónvarpið sem fjallar um líf fólks í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Stæhr leitar nú að söguefni hér á Íslandi og henni þykir ekkert viðfangsefni of stórt eða lítið.

Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims

"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks.

Á fremsta bekk í París

Þrátt fyrir að nokkrir mánuðir séu enn þá í að aðaltískuvikan fari fram í París er tískuheimurinn langt frá því að vera kominn í sumarfrí. Haute-Couture, eða hátískan, renndi sér nýlega niður tískupallana í höfuðborg tískunnar og mátti sjá nokkur þekkt andlit smekklega klædd á fremsta bekk. Mesta athygli vakti fyrsta fatalína hönnuðarins Raf Simmons fyrir tískuhúsið Christian Dior og voru flestir á því að það lofaði góðu fyrir framtíð hans hjá tískuhúsinu.

Hollywood-fárið heldur áfram á landinu

Stórleikarinn Russell Crowe er væntanlegur hingað til lands í næstu viku í tengslum við tökur á stórmyndinni um Örkina hans Nóa. Til stóð að leigja sumarbústað í Grímsnesi fyrir eiginkonu Crowe, en fallið var frá því vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Fjárfesting vegna kvikmyndagerðar hleypur á milljörðum króna.

Þaggað niður í McCartney

Þaggað var niður í rokkstjörnunum Bruce Springsteen og Paul McCarney þegar þeir spiluðu of lengi í gær í Hyde Park, sem er einn stærsti almenningsgarður Lundúna.

Jason Kidd ók á tré undir áhrifum áfengis

Körfuboltamaðurinn Jason Kidd var í morgun kærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í morgun. Ekki vildi betur til en svo að hann ók bíl sínum á símaklefa í New York, að því er tímaritið People hefur eftir New York Daily News. Kidd gerði þriggja ára samning við New York Knicks á dögunum sem mun færa honum 9,5 milljónir bandaríkjadala, eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra króna. Kidd hefur leikið í NBA deildinni í 18 ár.

Elton John langar í annað barn

Stórsöngvarinn sir Elton John vill eignast fleiri börn. Hann viðurkennir þó í samtali við NBC fréttastöðina að það verði vissulega áskorun fyrir son sinn, Zachary að alast upp hjá tveimur samkynhneigðum karlmönnum. Elton John og eiginmaður hans David Furnish eiga soninn Zachary sem fæddist í Ameríku á jóladag árið 2010 með hjálp staðgöngumóður.

Þjappaði fjölskyldunni saman

Veitingastaðurinn Slippurinn opnaði við höfnina í Vestmannaeyjum á föstudaginn síðasta. Staðurinn er fjölskyldurekinn og að sögn Indíönu Auðunsdóttur, framkvæmdastjóra Slippsins, hefur reksturinn gert fjölskylduna samheldnari en áður.

Fjölskyldan stækkar

Mark Wahlberg og eiginkona hans, fyrirsætan Rhea Durham, eru sögð eiga von á sínu fimmta barni á árinu. "Hún er komin þrjá mánuði á leið og fjölskyldan er himinlifandi,“ hafði tímaritið Star eftir heimildarmanni. Parið kynntist árið 2001 og á fyrir börnin Ellu, Michael, Brendan og Grace. Wahlberg er sjálfur úr hópi níu systkina og þekkir því fátt annað en stórt og líflegt heimili. Fréttirnar hafa þó ekki verið staðfestar af talsmanni leikarans enn sem komið er.

Ekki hrifin af Rihönnu

Angelina Jolie vill ekki að börn sín hlusti á tónlist Rihönnu. Leikkonunni mun þykja textar Rihönnu óviðeigandi og vill ekki að börn sín læri slík orð. „Pax söng lagið Birthday Cake og hló mikið að blótsyrðunum og Angelina var alls ekki sátt. Hún vill að börnin haldi sakleysi sínu sem lengst og gerði geisladiskinn upptækan,“ sagði innanbúðarmaður og bætti við að Jolie fylgist einnig vel með netnotkun barnanna. Jolie og Brad Pitt eiga saman sjö börn og er Maddox Jolie-Pitt, ellefu ára, elstur þeirra.

Framleiðandi Sound of Music látinn

Kvikmyndaframleiðandinn Richard Zanuck lést í gærnótt. Hann er framleiðandi mynda á borð við Jaws og Sound of Music og hefur hlotið ýmis verðlaun á um 50 ára ferli sínum.

Þúsund plötur farnar og sér ekki högg á vatni

"Klukkan hálf ellefu í morgun stóðu fimmtíu manns í röð fyrir utan og biðu," segir Arnar Eggert Thoroddsen, sem ákvað að grisja plötusafnið sitt svo hann kæmist til útlanda í nám.

Sonur Stallones látinn

Sage Moonblood Stallone, sonur leikarans Sylvester Stallone, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Grunur leikur á að hann hafi tekið inn of stóran skammt af einhverskonar lyfjum. Sage var 36 ára gamall. Hann var kvikmyndagerðarmaður en hafði einnig leikið í tveimur myndum með föður sínum á tíunda áratug síðustu aldar. New York Post segir að leifar af lyfjunum hafi fundist á heimili hans en óljóst er hvort Sage hafi fyrirfarið sér eða hvort að andlát hans megi rekja til slyss.

Þú og ég snýr aftur á Innipúkanum

„Við tökum öll vinsælustu lögin eins og Í Reykjavíkurborg, Dans dans dans og Þú og ég,“ segir Helga Möller. Hún stígur á svið Innipúkans með Jóhanni Helgasyni en holdgervingur diskótímabilsins, Þú og ég, snýr aftur ásamt Moses Hightower á tíu ára afmæli tónlistarhátíðarinnar um verslunarmannahelgina.

Sigrún Ósk gerir þátt um Neyðarlínuna

„Þetta verða átta þættir og fjallað um eitt til tvö mál í hverjum þeirra,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fréttakona sem mun stjórna íslenskum þáttum um Neyðarlínuna sem verða sýndir á Stöð 2 í haust.

Einhleypur Ronan Keating mun djamma á Þjóðhátíð

"Ég verð á sviðinu í um klukkustund og fer svo og skemmti mér með öðrum á hátíðinni eftir það,“ segir söngvarinn heimsþekkti Ronan Keating sem treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina.

Byggja á popp-kúltúr í sápuóperustíl

Nanna Gunnarsdóttir útskrifaðist nýlega úr Rose Bruford College of Theatre and Performance í London. Þar nam hún evrópsk leikhúsfræði. „Það er aðallega leiklist en við lærum einnig dálítið um leikstjórn, leikmyndagerð, leikhönnun og fleira sem tengist leikhúsi.“ Aðaláherslan er á nýsköpun og hópavinnu.

Pink saknar viskísins

Söngkonan Pink á dótturina Willow Sage með mótorkrosskappanum Carey Hart og segist hún ánægð með lífið eins og það er núna. Dóttirin fæddist í júní í fyrra og síðan þá hefur söngkonan helgað sig móðurhlutverkinu

Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum

Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin.

KK fer með Andra til Kanada

„Við Andri verðum saman á flandri. Ég mun láta lítið fyrir mér fara en sjást öðru hvoru með gítarinn eða munnhörpuna,“ segir Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn KK. Hann heldur á slóðir Vestur-Íslendinga ásamt Andra Frey Viðarssyni í nýrri þáttaröð af Andra á flandri, sem verður tekin upp í lok mánaðarins.

Fella klæði fyrir peninga

Kvikmyndin Magic Mike var frumsýnd í Sambíóunum í gærkvöldi. Myndin skartar Channing Tatum, Alex Pettyfer og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum.

Klúrir bangsar og Heimsálfuhopp

Á meðan flestar stúlkur munu líklegast flykkjast í bíóhúsin til að sjá myndina Magic Mike, sem fjallað er um hér að ofan, bjóða bíóhúsin þó upp á fleira góðgæti í vikunni því auk hennar voru tvær gamanmyndir frumsýndar í gær.

Leikur Janis Joplin

Leikkonan Nina Arianda hefur verið valin til að leika söngkonuna Janis Joplin í kvikmynd sem segir frá síðustu sex mánuðum í ævi Joplin.

Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica

Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar.

Stiller handan við hornið

Fólk á vegum bandaríska leikarans Ben Stiller hefur verið hér á landi undanfarið að skoða tökustaði fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust.

Reyna við Íslandsmet í Salsa

„Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna,“ segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag.

sagan af græna kjólnum á umslaginu

Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son.

Síðasta bókin verður að tveimur myndum

Framleiðslufyrirtækið Lionsgate hefur staðfest að kvikmyndin sem byggð er á þriðju og síðustu bókinni um Hungurleikana verður skipt í tvo hluta.

Klúri trúðurinn á konu á Íslandi

Trúðurinn Wally hefur skemmt Reykvíkingum síðustu ár með aðdáunarverðum sirkusatriðum og klúrum bröndurum. Á bak við karakterinn er Ástralinn Lee Nelson sem er sprenglærður sirkuslistamaður og rekur sinn eigin sirkus milli þess sem hann stígur upp á fjögurra metra háan tréstiga og heldur gúmmíkjúkling á lofti fyrir ferðamenn og borgarbúa.

Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði

"Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi.

Á von á sér í september

Söngkonan Adele tilkynnti þann 30. júní að hún og kærasti hennar, Simon Konecki, ættu von á sínu fyrsta barni. Heat Magazine telur að söngkonan sé þó komin töluvert á leið og eigi að eiga í september.

Eignuðust litla stúlku

Sienna Miller og Tom Sturridge eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. Talsmenn parsins hafa staðfest fréttirnar við E! News.

Sjá næstu 50 fréttir