Lífið

Keira vill breyta til

Keira Knightley vill breyta til og leika í minni kvikmyndum.
nordicphotos/getty
Keira Knightley vill breyta til og leika í minni kvikmyndum. nordicphotos/getty
Leikkonan Keira Knightley sagði í viðtali við Empire Magazine að hún væri orðin þreytt á frægðinni og vildi bráðlega fara að einbeita sér að minni og listrænni kvikmyndum.

"Það koma tímar þegar maður hugsar: "Í hvers konar myndum gæti ég leikið sem gera mér kleift að lifa eðlilegu líf?" og stóru smellirnir gera það vissulega erfitt. Mér finnst gaman að leika í stórsmellum, en þeim fylgir margt sem ég á erfitt með að takast á við. Ef fyrirsæta birtist í auglýsingaherferð verður hún ekki óörugg á götum úti eftir það," sagði leikkonan sem hlaut heimsfrægð eftir leik sinn í kvikmyndaröðinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Knightley er um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni Can a Song Save Your Life.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.