Lífið

Fyrst kvenna í stjórn IMAGO

Birgit hefur látið til sín taka á sviði kvikmyndatöku undanfarin ár og myndað fjölda kvikmynda og heimildamynda.
Birgit hefur látið til sín taka á sviði kvikmyndatöku undanfarin ár og myndað fjölda kvikmynda og heimildamynda.
"Það er mjög skemmtilegt að takast á við þá ábyrgð að vera fyrsta kona stjórnarinnar. Í flestum löndum eru kvikmyndatökumenn karlkyns en með hverju árinu eykst fjöldi kvenna, það er kvikmyndatökukvenna, í þessu skemmtilega starfi," segir kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir sem braut blað í sögu Sambands evrópskra kvikmyndatökumanna í febrúar þegar hún var kjörin fyrst kvenna í stjórn félagsins frá upphafi.

Sambandið ber heitið European Federation of Cinematographers og er skammstafað IMAGO. Birgit var kjörin fyrir BVK, félag kvikmyndatökumanna í Þýskalandi. Hún er einnig meðlimur IKS, félags íslenskra kvikmyndatökustjóra.

Birgit fæddist á Íslandi og ólst hér upp til 7 ára aldurs. Þá fór hún á flakk en leitaði til Íslands á unglingsárunum. Fljótt fór hún aftur á vit ævintýranna sem leiddu til alþjóðlegra starfa við kvikmyndatöku. Nú hefur hún búið í rúman áratug í Berlín og kennir við helstu kvikmyndaskóla Þýskalands. Hún hefur kvikmyndað bæði kvikmyndir og heimildamynd og unnið að stórmyndum á borð við Goodbye Lenin og The Bourne Supremacy. Þá kvikmyndaði hún nokkra þætti Lögregluhundsins Rex og hlaut Gullna túlípanann á kvikmyndahátíðinni í Istanbúl í Tyrklandi í fyrra fyrir kvikmyndatöku á þarlendu kvikmyndinni Our Grand Depair.

-hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.