Lífið

Leikstýrir Skaupinu í fjórða skipti

Leikstýrir skaupinu
Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í fjórða sinn í ár.
fréttablaðið/gva
Leikstýrir skaupinu Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í fjórða sinn í ár. fréttablaðið/gva
Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í ár og er þetta í fjórða sinn sem hann leikstýrir Skaupinu. Gunnar Björn mun að öllum líkindum einnig koma að handritaskriftunum líkt og fyrri ár og segir Skaupið skemmtilegt verkefni þó það geti oft á tíðum verið stressandi.

„Þetta er skemmtilegt verkefni og mikil áskorun en alltaf jafn stressandi. Þó mönnum hafi líkað hin Áramótaskaupin er ekki öruggt að þeim þyki næsta Skaup gott. Maður er alltaf á byrjunarreit og það er líklega ástæðan fyrir því að mér finnst þetta svona gaman,“ útskýrir hann.

Gunnar Björn er í sumarfríi með fjölskyldu sinni um þessar mundir og segist ekki hafa fylgst sérstaklega vel með fréttum það sem af er ári en að brátt verði breyting þar á. „Ég hef ekki verið duglegur að fylgjast með fréttum fram að þessu, en það breytist núna. Undirbúningsvinnan fer að hefjast og oftast spretta bestu hugmyndirnar upp þegar maður byrjar að vinna í handritinu.“

Í öðrum fréttum af Gunnari Birni er frá því að segja að hann steig aftur á svið sem leikari eftir nokkurt hlé í leikverkinu Ævintýri Múnkhásens sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu í vor. Verkið er byggt á ýkjusögum þekktasta lygara heimsins, þýska barónsins Múnkhásen, og verður sett aftur á svið í haust. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.