Lífið

Leikur í kvikmynd

Lady Gaga leikur í sinni fyrstu kvikmynd. nordicphotos/getty
Lady Gaga leikur í sinni fyrstu kvikmynd. nordicphotos/getty
Söngkonan Lady Gaga þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í kvikmynd leikstjórans Robert Rodriguez, Machete Kills. Kvikmyndin er framhald hasarmyndarinnar Machete frá árinu 2010.

Rodriguez sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni. "Var að klára að vinna með Lady Gaga við gerð Machete Kills. Hún var alveg frábær!" Hann birti einnig kynningarveggspjald myndarinnar á síðu sinni. Stutt seinna staðfesti söngkonan fréttirnar á Twitter-síðu sinni. "Það er satt. Frumraun mín sem leikkona verður í hinni mögnuðu Machete Kills."

Leikkonan hefur einhverja reynslu af leiklist því hún hefur brugðið sér í hin ýmsu líki í tónlistarmyndböndum sínum í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.