LungA lauk með bónorði 24. júlí 2012 09:00 Nýtrúlofuð Valdís Helga Þorgeirsdóttir kyssir unnusta sinn Óla Val Þrastarson eftir að hafa játast honum á sviði útitónleika listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Mynd/Magnús Andersen „Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur „high five" og segja hvað þetta hefði verið æðislegt," sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að loknum útitónleikum listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Hátíðin fór fram á Seyðisfirði í síðastliðinni viku og voru tónleikarnir hálfgerður endapunktur. Því má því segja að LungA hafi lokið með bónorði. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, kynnti Óla næstan á svið eftir lokalag sveitarinnar. Uppátækið vakti mikla undrun hjá Valdísi, sem og hátíðargestum, en hún stóð grunlaus í mannþrönginni ásamt vinkonum sínum. „Ég, hann og tvær vinkonur mínar höfðum verið að dansa og síðan vorum við bara: „hvar er Óli?"," segir Valdís sem sá að þessu sögðu kærastann, sem hafði horfið þeim úr augnsýn, stíga á svið og biðja hennar. „Ég bjóst ekkert við þessu," segir hún og tekur fram að Óli hafi gert þetta í hita augnabliksins. Hann er að vonum ánægður með ákvörðunina en Valdís sagði já við bóninni á stundinni. „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um," segir hún glöð í bragði. Nýtrúlofaða parið hefur ekki rætt frekari áform um giftingu og svarar Óli spurður um hvenær þau muni ganga upp að altarinu: „Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma hausverkur." Á sama tíma segir Valdís sig vera að venjast tilhugsuninni um væntanlega giftingu. Parið er ungt að árum en Valdís er tuttugu og fjögurra ára og Óli, oft nefndur Óli Ofur vegna hljóðkerfaleigu sinnar Ofur hljóð/ljós, er tuttugu og níu ára. Þau mikla ekki fyrir sér að hafa verið saman í fremur stuttan tíma og eru bæði í skýjunum. „Hún er bara svo fín að ég gat ekki annað. Mér fannst þetta bara hið rétta í stöðunni svo ég fór þarna upp og spurði hana," segir hann. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
„Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur „high five" og segja hvað þetta hefði verið æðislegt," sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að loknum útitónleikum listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Hátíðin fór fram á Seyðisfirði í síðastliðinni viku og voru tónleikarnir hálfgerður endapunktur. Því má því segja að LungA hafi lokið með bónorði. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, kynnti Óla næstan á svið eftir lokalag sveitarinnar. Uppátækið vakti mikla undrun hjá Valdísi, sem og hátíðargestum, en hún stóð grunlaus í mannþrönginni ásamt vinkonum sínum. „Ég, hann og tvær vinkonur mínar höfðum verið að dansa og síðan vorum við bara: „hvar er Óli?"," segir Valdís sem sá að þessu sögðu kærastann, sem hafði horfið þeim úr augnsýn, stíga á svið og biðja hennar. „Ég bjóst ekkert við þessu," segir hún og tekur fram að Óli hafi gert þetta í hita augnabliksins. Hann er að vonum ánægður með ákvörðunina en Valdís sagði já við bóninni á stundinni. „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um," segir hún glöð í bragði. Nýtrúlofaða parið hefur ekki rætt frekari áform um giftingu og svarar Óli spurður um hvenær þau muni ganga upp að altarinu: „Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma hausverkur." Á sama tíma segir Valdís sig vera að venjast tilhugsuninni um væntanlega giftingu. Parið er ungt að árum en Valdís er tuttugu og fjögurra ára og Óli, oft nefndur Óli Ofur vegna hljóðkerfaleigu sinnar Ofur hljóð/ljós, er tuttugu og níu ára. Þau mikla ekki fyrir sér að hafa verið saman í fremur stuttan tíma og eru bæði í skýjunum. „Hún er bara svo fín að ég gat ekki annað. Mér fannst þetta bara hið rétta í stöðunni svo ég fór þarna upp og spurði hana," segir hann. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira