Fleiri fréttir

Barnastarf kirkjunnar að hefjast

Barnastarf kirkjunnar hefst næstkomandi sunnudag.15-20 þúsund börn og fullorðnir koma nálægt barnastarfi Þjóðkirkjunnar á hverju ári og sé aðeins litið til sunnudagaskólastarfs fyrir börn upp að 7 ára aldri er fjöldi barna áætlaður milli 8 og 9 þúsund.

Byrjaðu aldrei að reykja

Herferð gegn reykingum, sem ber yfirskriftina Byrjaðu aldrei að reykja hefst í dag. Takmark átaksins er að stuðla að umræðu og fræðslu án fordóma og brýna fyrir ungu fólki mikilvægi þess að afla sér upplýsinga og fræðslu áður en það byrjar að reykja.

Óborganleg skemmtun

Hagyrðingar landsins eru óðum að koma sér í réttar stellingar fyrir landsmótið á Hótel Sögu á laugardag. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, kvæðamaður og hagyrðingur hefur sótt tólf af sextán landsmótum og hlakkar mjög til.

Green Day sigursælust á MTV-hátíð

Pönkið lifir og rokkið líka - í það minnsta hjá MTV. Hljómsveitin Green Day var sigursælust á árlegri verðlaunahátíð tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi.

Cocker kominn til landsins

Söngvarinn heimsþekkti Joe Cocker kom til landsins í dag. Hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í endurbyggðri Laugardalshöll. Cocker, sem þykir hafa afar sérstaka rödd svo ekki sé talað um sviðsframkomu, hefur verið lengi að. Hann öðlaðist heimsfrægð þegar hann kom fram á Woodstock-tónlistarhátíðinni árið 1969.

Hlaupaleiðsögn í Róm

Þeir sem heimsækja Rómaborg reyna yfirleitt að komast yfir að sjá það markverðasta í borginni. Nýjasta nýtt í skoðunarferðum um borgina er hlaupaleiðasögn Carolinu Gasparetto.

Stuð og stemming í Idolinu

Forval fyrir þriðju Idol keppnina hófst á Hótel Loftleiðum klukkan níu í morgun. Búist er við metþátttöku yfir landið eða 1400 keppendum og 600- 700 keppendum á hótelið í dag. Þegar aðstandendur keppninnar mættu á svæðið klukkan hálfátta í morgun hafði myndast löng röð fyrir utan hótelið og sumir sváfu í bílum fyrir utan.

Heimsmetabók Guinnes 50 ára

Sá sem setið hefur lengst í ísmolabaði var þar í eina klukkustund og átta mínútur. Hæsta upphæð á einum sektarseðli er þrettán milljónir, fjögur hundruð tuttugu og níu milljónir króna og það var óheppinn Finni sem fékk sektina. Þetta og fleira kemur fram í heimsmetabók Guinness sem nú fagnar hálfrar aldar afmæli.

Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus

Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig.

Gáfnafar kynjanna

Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. </font />

Skilnaður Dönum kostnaðarsamur

Skilnaður Jóakims prins og Alexöndru prinsessu kostar danska skattborgara nokkurt fé. Þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi sett sér það mark að opinber útgjöld skuli ekki aukast um meira en hálft prósent hækkar framlagið til konungsfjölskyldunnar dönsku um rúm þrjú prósent - úr 840 milljónum króna í 867 milljónir.

Karlhóra komin til landsins

Karlhóra er komin til landsins. Hún segist vera reiðubúin að taka að sér verkefni, bæði í þeim geira og hjá Clint Eastwood.

Ný plata frá Sigur Rós í september

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar segja Takk, nýjustu plötu sína, ólíka fyrri plötum sínum. Þeir segjast hafa farið inn í hljóðverið, án þess að hafa samið nokkuð, og svo hafi einhver byrjað að spila og lögin orðið til. Takk kemur út 12. september.

Vinnualkar betri í rúminu

Karlmenn sem vinna langa vinnudaga og eiga í basli með að koma á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs eru bestir í bólinu. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar sem kynnt var á árlegu þingi bandarískra sálfræðinga. Rannsóknin leiddi í ljós að konur svona karla voru ánægðastar með kynlífið.

Rolling Stones lagðir af stað

Þau eru lögð af stað enn á ný, gömlu brýnin í Rolling Stones. Fjörutíu og þremur árum eftir að þeir fóru í sína fyrstu tónleikaferð blésu félagarnir til sóknar í Boston í gærkvöldi.

Líf og fjör í skólunum

Það var líf og fjör í og við grunnskólanna þegar þeir voru settir í dag. Nemendur fengu afhenda stundaskrá fyrir veturinn, en á morgun og á miðvikudag hefst skólastarfið samkvæmt stundaskránni í flestum grunnskólum Reykjavíkur. Spenna og eftirvænting var áberandi hjá krökkunum sem voru að byrja í skólanum, enda langt sumarfrí að baki.

Útsendarar Idols á Vestjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar hafa verið á ferð á Vestfjörðum um helgina í leit sinni að næstu Idol-stjörnu. Leitin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sungið fyrir framan myndavélina í öllum bæjum og byggðarlögum á Vestfjörðum.

Leita Idol-stjörnu á Vestfjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar eru nú að ferðast um Vestfirði í leit að næstu Idol-stjörnu. Heimsóttir eru allir bæir á Vestfjörðum - Ísafjörður og Bolungarvík í dag en Hólmavík á morgun.

Mannfuglakeppni í Englandi

Fjöldi manna sem langar að fljúga eins og fuglinn hefur kastað sér fram af Bognor-bryggjunni í Englandi í dag. Ástæðan er hin árlega Bognor-mannfuglakeppni, þar sem keppt er um þriggja milljóna króna verðlaun.

Offita og veggjakrot

Í niðurstöðum nýrrar breskrar könnunar sem British Medical Journal birti í gær kemur fram að fólk sem býr í borgarumhverfi, þar sem lítið er um græn svæði en mikið af sorpi og veggjakroti og öðrum subbuskap sem fyglir stórborgum, er mun hættara við að verða offitu og offitusjúkdómum að bráð en þeim sem lifa í hreinlegra og grænna umhverfi.

Draugagangur í miðborginni

Draugangur var í miðborg Reykjavíkur í dag, en þeir voru komnir í bæinn í tilefni af Menningarnótt.

Lestur á undanhaldi í Bretlandi

Eftir yfirlýsingu Viktoríu Beckham í gær þess efnis að hún hefði aldrei á ævinni lesið bók hafa breskir fjölmiðlar birt könnun á lestrarvenjum þjóðarinnar sem framkvæmd var árið 2001. Þar kemur fram að einn fjórði þjóðarinnar hafði þá ekki lesið bók undanfarna tólf mánuði.

Sjósund í Nauthólsvík

Þegar Háskólinn í Reykjavík flytur í Öskjuhlíð verður hann eini háskólinn í Evrópu sem gerir kennurum kleift að skella sér á ströndina í hádeginu. Það eru engar gungur sem kenna við Háskólann í Reykjavík eins og sjá má. Góður hópur skellti sér til sunds í Nauthólsvíkinni, til að hita upp fyrir skólastarfið í vetur og fagna nýju byggingarlóðinni í Öskjuhlíð.

Maradon stjórnar spjallþætti

Fótboltakappinn snjalli Diego Maradona mun stjórna nýjum spjallþætti í sjónvarpi sem hefst næstkomandi mánudag í Buenos Aires og verður fyrsti gestur Maradonna, Pele. Svo virðist sem hlutirnir séu farnir að ganga vel hjá Maradona á ný en nýlega var hann gerður að aðstoðarforstjóra knattspyrnufélagsins Boca Juniors.

1400 manns skráðu sig í Idol

Ríflega 1400 manns skráðu sig til þátttöku í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2, en skráningu lauk á miðnætti. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að viðtökur hafi verið langt fram úr björtustu vonum en áheyrnarpróf hefjast eftir 11 daga. Áheyrnarpróf fara fram á Hótel Lofleiðum 27. ágúst, Hótel Kea Akureyri 1. september og Hótel Héraði Egilsstöðum 3. september.

Heimsmeistaramót tölva í skák

Heimsmeistaramót tölvuforrita í hraðskák fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Keppnin var æsispennandi og þótt tölvur ættust við, höfðu mannleg mistök áhrif á það hver vann og hver tapaði.

Bjóða Eastwood í golf á Akureyri

Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar hafa boðið Clint Eastwood að koma til Akureyrar og leika golf á nyrsta 18 holu golfvelli í heiminum.

Á að vera mættur til Clint

"Ég verð að fara að komast af stað, Dirty Harry er farinn að reka á eftir mér," sagði ræðarinn Kjartan Jakob Hauksson sem var staddur á Stokkseyri í gær. Hann gat þó ekki lagt af stað vegna vonsku veðurs en vonaðist til þess að geta ýtt úr vör í dag.

Stekkur úr runna með bleiu

Lögregla í Eaglescliffe á Bretlandi leitar nú manns sem hefur gefið sig á tal við konur í bleiu einni klæða og spurst fyrir um skiptiaðstöðu fyrir börn. Lögregla segir manninn fela sig í runnum að kvöldlagi og velja fórnarlömb sín að kostgæfni áður en hann stökkvi fram á bleiunni. Maðurinn hefur þó ekki ráðist á neina kvennanna.

Sölvatínsla í Stórhöfða

Söl þykir mörgum vera sælgæti. Fyrr á tímum var sölvatínsla algeng og taldist til hlunninda. Sá siður tíðkast enn í Vestmannaeyjum að fara til sölva, en þar þykja söl enn vera gott búsílag og herramannsmatur.

Heimsmeistari í pylsuáti

Nýbakaður heimsmeistari í pylsuáti heldur áfram sigurgöngu sinni í átkeppnum. Japaninn Takeru Kobayashi hefur fimm sinnum unnið heimsmeistarakeppnina í pylsuáti, nú síðast með því að gleypa í sig fimmtíu og þrjár pylsur á tólf mínútum.

Evrópumeistaramót í mýrarbolta

Evrópumeistaramót í mýrarbolta var haldið á Ísafirði um helgina. Þar hlupu fullorðnir karlmenn um í drullusvaði, sannfærðir um að það væri íþrótt. Þetta er ekki knattspyrna og þetta er ekki leðjuglíma - en einhvern veginn minnir þetta örlítið á hvort tveggja. Það er óneitanlega mikill þokki yfir þessum leik.

Lína langsokkur sextug

Hin síunga og fjöruga Lína Langsokkur er sextug í dag og hefur líklega fengið sér vænan skammt af sælgæti í morgunmat í tilefni dagsins. Fyrsta bókin um hina óstýrilátu og óhefðbundnu Línu kom út á þessum degi fyrir sextíu árum. Bækurnar um ævintýri hennar og uppátæki hafa síðan verið þýddar á fimmtíu og sjö tungumál og selst í milljónum upplaga.

Alice Cooper mætti snemma í golf

Rokkgoðsögnin Alice Cooper kom til landsins í gærkvöldi og heldur í kvöld tónleika í Kapplakrika. Hann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu undanfarin og farið þar mikinn. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann meðal annars sagst ætla að bíta höfuðið af París Hilton.

Alice Cooper fékk hlýjar móttökur

Vincent Damon Furnier kom til landsins í gærkvöldi. Vincent er betur þekktur sem myrkraprinsinn Alice Cooper en hann heldur tónleika í Kaplakrika í kvöld. Kappinn lék á als oddi í Leifsstöð í gær þar sem hann fékk ótrúlegar móttökur.

Herra Afganistan kjörinn

Ég mun aldrei gleyma þessum degi, mig hefur dreymt þetta andartak árum saman, sagði Khosraw Basheri eftir að hann hlaut titilinn Herra Afganistan í samnefndri vaxtaræktarkeppni í dag, fyrstur Afgana.

Metró víkur fyrir úbersexúal

Metrómaðurinn er dauður. Í staðinn er kominn karlmaður sem er úbersexúal og lifir eftir nýrri skilgreiningu karlmennskunnar.

Brimbrettamýs í Ástralíu

Mýs eru vinsæl gæludýr en hingað til hafa þær ekki verið þekktar fyrir að læra brögð af einhverju tagi, ólíkt til dæmis hundum. En Ástralinn Shane Wilmott er harðákveðinn í að þjálfa mýsnar sínar í að þeysast um á brimbretti. Það gengur nú ekkert óskaplega vel, en hann ætlar að halda áfram uns mýsnar eru orðnar meistarabrimarar. Spurning hvort að bæði mýs og þjálfari þurfi ekki á einhvers konar hjálp að halda.

Barbara Bel Geddes látin

Barbara Bel Geddes, betur þekkt sem frú Ellie, í Dallas-þáttunum, er látin 82 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum úr lungnakrabba. Bel Geddes lék í fjölda bíómynda og leikrita á ferli sínum en sló síðan í gegn í hlutverki sínu sem móðirin í Dallas-þáttunum, sem á níunda áratugnum nutu mikilla vinsælda þar í landi og ekki síður hér á landi þar sem aðalpersónurnar voru nánast orðnar fjölskyldumeðlimir á hverju heimili.

Martin vill ekki hitta Blair

Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, vill ekki hitta Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Blair hefur boðið fjölda þekktra tónlistarmanna í heimsókn en Martin ætlar ekki að þekkjast boðið. Hann segist engu að síður vera hrifinn af Blair, þeir eigi sameiginleg áhugamál og að Blair virðist almennt gera sitt besta. Það sé sér hins vegar ekki endilega honum í hag að láta taka myndir af sér með Blair sem stendur.

Býr til listaverk úr smjöri

Norma "Duffy" Lyon er enginn venjulegur listamaður. Frá því árið 1960 hefur hún búið til aðalsmerki fylkissýningarinnar í Iowa, listaverk úr smjöri. Í ár sló hún öll met með kú úr fyrsta flokks smjöri, en það er víst nokkuð flókið að búa til listaverk úr hráefni sem bráðnar. Að sögn tekur það um sólarhring að klæða grind með smjöri en verkið er svo auðvitað geymt í kæli.

Eastwood kominn til landsins

Clint Eastwood lenti á Keflavíkurflutvelli í gærkvöld vegna framleiðslu á stórmyndinni <em>Flags of Our Fathers</em>. Tökur hefjast á fimmtudag og standa fram að helgi. Eastwood var fáorður þegar fréttastofan nálgaðist hann en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands.

Kermit fimmtugur í dag

Hann er grænn og vænn, og hefur svo áratugum skiptir átt í ástarsambandi við svín. Hér er að sjálfsögðu átt við hinn eina sanna Kermit frosk sem á afmæli í dag. Hann er hvorki meira né minna en fimmtugur og því líklega allra froska elstur. Við óskum þessari heiðgrænu hetju til hamingju með daginn.

Tökur á mynd Eastwoods að hefjast

Tökur á stórmynd Clints Eastwoods, <em>Flags of Our Fathers</em> hefjast á fimmtudag. Nokkrar af Hollywood-stjörnum myndarinnar lentu í Keflavík í dag.

Í hnapphelduna í íröksku sjónvarpi

Raunveruleikasjónvarpsþættir tröllríða heimsbyggðinni. Brúðkaupsþættir teljast til þessa flokks og eru víst ekki sérstaklega frumlegir - nema þá kannski sá sem íröksk sjónvarpsstöð hefur sett á dagskrá.

Sjá næstu 50 fréttir