Lífið

Leita Idol-stjörnu á Vestfjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar eru nú að ferðast um Vestfirði í leit að næstu Idol-stjörnu. Heimsóttir eru allir bæir á Vestfjörðum - Ísafjörður og Bolungarvík í dag en Hólmavík á morgun. 

Leitin fór fram á sunnanverðum Vestfjörðum á fimmtudag og föstudag og nú er Idol-bíllinn staddur á Ísafirði. Að sögn Kristínar Ásu Einarsdóttur dagskrárgerðarmanns við Stjörnuleitina er markmiðið að finna hæfileikafólk á Vestfjörðum og nú þegar hafi þau heimsótt Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þingeyri og Flateyri. 

Aðspurð hvort aðstandendur keppninnar hafi rekist á einhverjar stjörnur játar Kristín Ása því. Þau hafi hitt fjölmargt hæfileikafólk þótt sumir hafi ekki verið á réttum aldri. Ferðin sé óhefðbundin en vonandi hitti þau fleiri á hinum rétta aldri 16-28 ára. Þá hvetur hún Ísfirðinga til að fylgjast með Idol-bílnum í bænum og veifa honum ef þei vilji spreyta sig í Idolinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×