Lífið

Heimsmeistari í pylsuáti

Nýbakaður heimsmeistari í pylsuáti heldur áfram sigurgöngu sinni í átkeppnum. Japaninn Takeru Kobayashi hefur fimm sinnum unnið heimsmeistarakeppnina í pylsuáti, nú síðast með því að gleypa í sig fimmtíu og þrjár pylsur á tólf mínútum. Hann sýndi þó að hann ræður við fleira en pylsur, því í gær sló hann met í að borða kínverskar hveitibollur - áttatíu og þrjú stykki á átta mínútum og í dag náði hann að sporðrenna hvorki meira né minna en eitt hundrað hnefastórum, gufusoðnum grísahveitibollum á tólf mínútum. Sá sem næstur kom torgaði ekki nema fjörutíu og sjö stykkjum. Kobayashi, sem vegur ekki nema 65 kíló, fékk 170.000 krónur í verðlaun fyrir frammistöðuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.