Lífið

Heimsmeistaramót tölva í skák

Heimsmeistaramót tölvuforrita í hraðskák fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Keppnin var æsispennandi og þótt tölvur ættust við, höfðu mannleg mistök áhrif á það hver vann og hver tapaði. Fulltrúar átta sterkustu skákforrita heims settust að tafli í dag og tefldu sjö umferðir, þar sem umhugsunartíminn var sjö mínútur á forrit. Höfundar forritanna sitja við skákborðið og færa leikmenn eins og tölvan segir til um, svo það er afar mikilvægt að vera snöggur að skrá inn leiki og glöggur að sjá hvað tölvan leggur til um leið. Yngvi Björnsson, gervigreindarsviði Háskólans í Reykjavík, sagði að fátt væri eins spennandi og að horfa á tvær tölvur tefla. Hann sagði margt geta gerst og að mannleg mistök væru oft ástæðan fyrir því að forritin töpuðu. Maðurinn er eiginlega kominn í hlutverk vélmennisins. Yngvi segir mikla grósku í þróun skákforrita en heimsmeistaramót hafa verið haldin síðan árið 1974. Hann segir forrtin slá út mennska geta og að það séu ekki margir skákmenn sem slái forritin út. Yngvi segir að vissulega væri hægt að tengja tölvurnar bara saman og láta þær bara leika sín á milli án milligöngu manna, en þá hefðu menn ekki ástæðu til að koma saman eins og á þessu móti og því væru fæstir tilbúnir að fórna, því hvað sem líður tölvuforritum, þá er maður á endanum alltaf manns gaman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.