Lífið

Evrópumeistaramót í mýrarbolta

Evrópumeistaramót í mýrarbolta var haldið á Ísafirði um helgina. Þar hlupu fullorðnir karlmenn um í drullusvaði, sannfærðir um að það væri íþrótt. Þetta er ekki knattspyrna og þetta er ekki leðjuglíma - en einhvern veginn minnir þetta örlítið á hvort tveggja. Það er óneitanlega mikill þokki yfir þessum leik. Mýrarknattspyrna heitir þessi stórmerkilega íþrótt og er upprunnin í Finnlandi. Skíðagöngugarpar vildu fá fjölbreytni í æfingarnar sínar yfir sumartímann og tóku því að leika knattspyrnu í rjóðri sem myndaðist þar sem tré höfðu verið höggvin. Úr þessu varð drullusvað og íþróttin mýrarbolti. Það var hvorki meira né minna en Evrópumótið sem fór fram á Ísafirði um helgina. Fjórtán lið tóku þátt í mótinu, flest þeirra af Vestfjörðum en einnig voru með lið frá Þýskalandi, skipað ferðamönnum sem voru á tjaldstæðinu og svo hálft lið frá Svíþjóð. KOMMENT Með herkjum tókst að skora nokkur mörk og því var fagnað með viðeigandi hætti. Að síðasta leik loknum var svo nauðsynlegt að skola af sér í næstu ísköldu sprænu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.