Lífið

Offita og veggjakrot

Í niðurstöðum nýrrar breskrar könnunar sem British Medical Journal birti í gær kemur fram að fólk sem býr í borgarumhverfi, þar sem lítið er um græn svæði en mikið af sorpi og veggjakroti og öðrum subbuskap sem fyglir stórborgum, er mun hættara við að verða offitu og offitusjúkdómum að bráð en þeim sem lifa í hreinlegra og grænna umhverfi. Í könnunni voru lagðir ýtarlegir spurningalistar fyrir 7000 íbúa í átta evrópskra stórborga og síðan skoðuðu rannsakendur umhverfið með sérstaka áherslu á veggjakrot og sóðaskap og skort á grænum svæðum. Niðurstaðan var á þá leið að því meira sem var af grænum svæðum og minna af veggjakroti voru íbúar grennri og líklegri til að hreyfa sig meira.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.