Lífið

Sjósund í Nauthólsvík

Þegar Háskólinn í Reykjavík flytur í Öskjuhlíð verður hann eini háskólinn í Evrópu sem gerir kennurum kleift að skella sér á ströndina í hádeginu. Það eru engar gungur sem kenna við Háskólann í Reykjavík eins og sjá má. Góður hópur skellti sér til sunds í Nauthólsvíkinni, til að hita upp fyrir skólastarfið í vetur og fagna nýju byggingarlóðinni í Öskjuhlíð. Hluti hópsins hefur farið einu sinni í viku í sjósund í fjörunni við Nauthólsvík frá því að tilkynnt var um staðarvalið og þau svömluðu í Norður-Atlantshafinu, ekki við ylströndina. Aðalsteinn Leifsson, aðjúnkt við HR, sagði þetta vera mikið ævintýr. Hann segir þau hafa byrjað að synda í sjónum nokkrum vikum eftir að ákveðið var að hafa HR við ströndina. Kveikjan var sú að þau strengdu þess heit að ef sameining Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík þá myndu þau hefja sjósund. Hann sagði að sjósundið væri afskaplega ávanabindandi.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.