Lífið

Draugagangur í miðborginni

Draugangur var í miðborg Reykjavíkur í dag, en þeir voru komnir í bæinn í tilefni af Menningarnótt. Það getur kostað kvöl, pínu og átök að eiga við Tryggingafélög. Segja má að Tryggingamiðstöðin hefur nú stigið skrefið til fulls með því að flytja Draugasetrið á Stokkseyri í Aðalstrætið, þar sem uppvakningar, skottur, mórar og annar fjári munu atast í þeim sem þangað leggja leið sína á morgun. Meðal annars er líkt eftir atburðum sem munu hafa átt stað í Villingaholtskirkjugarði, þar sem séra Tómas í Hraungerðisprestakalli kvað niður draug. Í hlutverki hans er núverandi prestur í sama prestakalli séra Kristinn Á Friðfinnsson. Þrátt fyrir að gerðar hafi verið athugasemdir við draugastúss Kristins þá segir hann af og frá að það samræmist ekki prestsskapnum en hann sagðist ekki vera mikið í þessu dags daglega. Hann sgaðist fara á heimili þar sem órói væri og það kæmi fyrir á hverju ári. Og skotturnar, sem sagðar eru hreinrækaðir sunnlendingar, víla ekki fyrir sér að sitja í svörtu boxi til að tryggja menningarnæturgestum góða skemmtun. Þær sögðust líta hræðilega út. Stjórnarformaður Draugasetursins segist sjá skýra tengingu milli setursins og Tryggingamiðstöðvarinnar. Sá sat í rútu, tryggði hjá því tryggingarfélagi fyrir nokkru og fór þá með draugafælu þar sem minnst var á vítiselda. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Morguninn eftir brann rútan til kaldra kola og eigandi rútunnar kenndi honum síðan um. Hann sagði gefa óendanlega viðskiptamöguleika að nýta sér draugabransann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.