Lífið

Alice Cooper mætti snemma í golf

Rokkgoðsögnin Alice Cooper kom til landsins í gærkvöldi og heldur í kvöld tónleika í Kapplakrika. Hann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu undanfarin og farið þar mikinn. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann meðal annars sagst ætla að bíta höfuðið af París Hilton. Hún er að vísu ekki með í för en það eru leikmunir á borð við líkkistur, snáka og fallexi sem verða á sviðinu í Hafnarfirði í kvöld. Það var þó ekkert slíkt að sjá á Grafarholtsvellinum í morgun, þar sem Cooper var mættur klukkan átta til að leika golf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.