Lífið

Maradon stjórnar spjallþætti

Fótboltakappinn snjalli Diego Maradona mun stjórna nýjum spjallþætti í sjónvarpi sem hefst næstkomandi mánudag í Buenos Aires og verður fyrsti gestur Maradonna, Pele. Svo virðist sem hlutirnir séu farnir að ganga vel hjá Maradona á ný en nýlega var hann gerður að aðstoðarforstjóra knattspyrnufélagsins Boca Juniors. Maradona, sem er orðinn 45 ára, leiddi Argentínu til sigurs í heimsmeistarakeppninni árið 1986 og hefur löngum verið talinn einn besti knattspyrnumaður heims, bæði fyrr og síðar. Hann barðist lengi við kókaínfíkn en hefur nú snúið við blaðinu og virðist bjart fram undan hjá stjörnunni sívinsælu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.