Lífið

Herra Afganistan kjörinn

Ég mun aldrei gleyma þessum degi, mig hefur dreymt þetta andartak árum saman, sagði Khosraw Basheri eftir að hann hlaut titilinn Herra Afganistan í samnefndri vaxtaræktarkeppni í dag, fyrstur Afgana. Fjörutíu og átta keppendur frá öllum héruðum landsins mættu til leiks og sýndu sig fyrir framan um tvö hundruð áhorfendur í niðurníddu kvikmyndahúsi í Kabúl. Dómararnir voru þrjú pakistönsk vöðvatröll og þeir völdu Basheri og nokkra aðra keppendur til þess að keppa á alþjóðavettvangi fyrir hönd Afganistans síðar á árinu. Þótt Afganistan glími enn við mörg stór vandamál, er greinilegt að ýmislegt hefur breyst frá því að Talibanastjórnin féll.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.