Metró víkur fyrir úbersexúal 12. ágúst 2005 00:01 Metrómaðurinn er dauður. Í staðinn er kominn karlmaður sem er übersexual og lifir eftir nýrri skilgreiningu karlmennskunnar. Svona mikið er víst: David Backham er metrósexúal maður, nánast óþægilega vel snyrtur og með stærri fataskáp en flestir kvenmenn. Örlög þessa fyrirbrigðis voru öllum ljós: dauði og það fyrr en síðar. Nú er stundin runnin upp - sem gætu verið góðu fréttirnar - en það eru sömu þrjár konurnar og fundu metrómanninn upp sem drápu hann - og það eru eiginlega vondu fréttirnar. Því metrómaðurinn á sér arftaka, M-karlinn sem er úbersexúal. Og hverjir eru það? Það eru karlmenn sem eru mjög aðlaðandi, kraftmiklir og eru þeir sem bera af meðal jafnaldra sinna. Þeir hafa sjálfstraust án þess að vera hrokafullir, karlmannlegir, bera skynbragð á tísku og gæðum á öllum sviðum. Úbersexúal-karlmaðurinn leggur meiri áherslu á sambönd en metrómaðurinn en er jafn spenntur fyrir innkaupaferðum og hann. Áherslan er þó á ákveðna hluti en ekki verslunaræði verslunaræðisins vegna. Bestu vinir úbersexúal-karlsins eru karlar en konur eru aldrei félagar hans. Lykilatriði hjá úbersexúarl-karlinum, segir þríeykið sem fann um metrómanninn, eru hefðbundin karlmennskugildi eins og kraftur, heiður og skapgerð í blandi við jákvæð kvenleg gildi eins og umönnun, samskipti og samvinnu. Og hvaða karlar eru það sem teknir eru sem dæmi um þessa nýjustu útgáfu hins fullkomna karlmanns? George Clooney og Donald Trump. Því er hér með spáð að innan skamms verði kynnt enn ein útgáfa af draumakarlinum, senior-sexual, karlmaðurinn til að eldast með. Traustur, notar viagra og á stóran bankareikning. Aðrir kostir eru óþarfi. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Metrómaðurinn er dauður. Í staðinn er kominn karlmaður sem er übersexual og lifir eftir nýrri skilgreiningu karlmennskunnar. Svona mikið er víst: David Backham er metrósexúal maður, nánast óþægilega vel snyrtur og með stærri fataskáp en flestir kvenmenn. Örlög þessa fyrirbrigðis voru öllum ljós: dauði og það fyrr en síðar. Nú er stundin runnin upp - sem gætu verið góðu fréttirnar - en það eru sömu þrjár konurnar og fundu metrómanninn upp sem drápu hann - og það eru eiginlega vondu fréttirnar. Því metrómaðurinn á sér arftaka, M-karlinn sem er úbersexúal. Og hverjir eru það? Það eru karlmenn sem eru mjög aðlaðandi, kraftmiklir og eru þeir sem bera af meðal jafnaldra sinna. Þeir hafa sjálfstraust án þess að vera hrokafullir, karlmannlegir, bera skynbragð á tísku og gæðum á öllum sviðum. Úbersexúal-karlmaðurinn leggur meiri áherslu á sambönd en metrómaðurinn en er jafn spenntur fyrir innkaupaferðum og hann. Áherslan er þó á ákveðna hluti en ekki verslunaræði verslunaræðisins vegna. Bestu vinir úbersexúal-karlsins eru karlar en konur eru aldrei félagar hans. Lykilatriði hjá úbersexúarl-karlinum, segir þríeykið sem fann um metrómanninn, eru hefðbundin karlmennskugildi eins og kraftur, heiður og skapgerð í blandi við jákvæð kvenleg gildi eins og umönnun, samskipti og samvinnu. Og hvaða karlar eru það sem teknir eru sem dæmi um þessa nýjustu útgáfu hins fullkomna karlmanns? George Clooney og Donald Trump. Því er hér með spáð að innan skamms verði kynnt enn ein útgáfa af draumakarlinum, senior-sexual, karlmaðurinn til að eldast með. Traustur, notar viagra og á stóran bankareikning. Aðrir kostir eru óþarfi.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira