Tökur á mynd Eastwoods að hefjast 9. ágúst 2005 00:01 Tökur á stórmynd Clints Eastwoods, Flags of Our Fathers, hefjast á fimmtudag. Nokkrar af Hollywood-stjörnum myndarinnar lentu í Keflavík í dag. Það er nett Hoolywood-stemmning á Suðurnesjum þessa dagana enda stutt í að tökur hefjist á stórmyndinni Flags of Our Fathers í Sandvík á Reykjanesi. Það var erill í Leifsstöð í dag þegar nokkrar kvikmyndastjörnur sem munu leika í myndinni komu með flugi frá San Francisco. Fyrstur í linsu Stöðvar 2 var þekktur aukaleikari í Hollywood, Barry Pepper, sem m.a. hefur leikið í The Green Mile, Saving Private Ryan og fleiri myndum. Aðspurður sagðist hann hlakka til dvalarinnar hér á landi. Hann hefði heyrt ýmislegt um Ísland og að svartir sandarnir hér væru eins og sandarnir á Iwo Jima. Þeir komu fleiri út úr Leifsstöð, misþekktir, þar á meðal nokkrir áhættuleikarar. Hins vegar var einn mjög þekktur, Jamnie Bell, en hann dansaði sig eftirminnilega inn í hjörtu fólks í myndinni Billy Elliot. Hann var hálffalinn inni í amerískri hettupeysu. Aðspurður um hlutverk sitt í myndinni sagði að Bell hann lék strák að nafni Ralph sem væri sjóliði í þriðju herdeild. Spurður frekar um myndina sagði Bell að hún yrði rétt út frá sagnfræðilegu sjónarmiði og hann væri viss um að leikstjórinn, Clint Eastwood, vildi halda sig eins vel við atburðina eins og þeir voru og hann gæti. Inntur eftir því hvort hann teldi hlutverk sitt stórt sagði Bell að svo væri og svo gilti einnig um aðra. Um væri að ræða stærstu stund í hersögu Bandaríkjanna og mikilvægt væri að gera myndina, sérstaklega á þeim tímum sem við lifðum. Tökur munu fara fram fimmtudag, föstudag og laugardag og á milli 500 og 600 manns munu verða í Sandvík innan um sprengjur og stríðstól. Shoot Week One er titill sem fór í loftið hjá aðstandendum myndarinnar í gær. Það þýðir bara eitt, Clint Eastwood er að koma en von var á honum til Keflavíkur um kvöldmatarleytið. Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tökur á stórmynd Clints Eastwoods, Flags of Our Fathers, hefjast á fimmtudag. Nokkrar af Hollywood-stjörnum myndarinnar lentu í Keflavík í dag. Það er nett Hoolywood-stemmning á Suðurnesjum þessa dagana enda stutt í að tökur hefjist á stórmyndinni Flags of Our Fathers í Sandvík á Reykjanesi. Það var erill í Leifsstöð í dag þegar nokkrar kvikmyndastjörnur sem munu leika í myndinni komu með flugi frá San Francisco. Fyrstur í linsu Stöðvar 2 var þekktur aukaleikari í Hollywood, Barry Pepper, sem m.a. hefur leikið í The Green Mile, Saving Private Ryan og fleiri myndum. Aðspurður sagðist hann hlakka til dvalarinnar hér á landi. Hann hefði heyrt ýmislegt um Ísland og að svartir sandarnir hér væru eins og sandarnir á Iwo Jima. Þeir komu fleiri út úr Leifsstöð, misþekktir, þar á meðal nokkrir áhættuleikarar. Hins vegar var einn mjög þekktur, Jamnie Bell, en hann dansaði sig eftirminnilega inn í hjörtu fólks í myndinni Billy Elliot. Hann var hálffalinn inni í amerískri hettupeysu. Aðspurður um hlutverk sitt í myndinni sagði að Bell hann lék strák að nafni Ralph sem væri sjóliði í þriðju herdeild. Spurður frekar um myndina sagði Bell að hún yrði rétt út frá sagnfræðilegu sjónarmiði og hann væri viss um að leikstjórinn, Clint Eastwood, vildi halda sig eins vel við atburðina eins og þeir voru og hann gæti. Inntur eftir því hvort hann teldi hlutverk sitt stórt sagði Bell að svo væri og svo gilti einnig um aðra. Um væri að ræða stærstu stund í hersögu Bandaríkjanna og mikilvægt væri að gera myndina, sérstaklega á þeim tímum sem við lifðum. Tökur munu fara fram fimmtudag, föstudag og laugardag og á milli 500 og 600 manns munu verða í Sandvík innan um sprengjur og stríðstól. Shoot Week One er titill sem fór í loftið hjá aðstandendum myndarinnar í gær. Það þýðir bara eitt, Clint Eastwood er að koma en von var á honum til Keflavíkur um kvöldmatarleytið.
Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira