Lífið

Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus

Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig. Vala og Hálfdán munu verða með annan fótinn í útlöndum í vetur og þátturinn verður tekinn upp í New York. Vala heimsækir þar virta arkitektinn Guðlaugu Jónsdóttur.Guðlaug er að vinna að verkefnum sem hafa fengið heilmikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Hún  vinnur jöfnum höndum í New York og Los Angeles og tók Vala hús á arkitektinn í New York.Í þættinum í kvöld mun Hálfdán skyggnast inní geymsluna hjá Sveppa, sem er betur þekktur sem einn af þríeykinu í þættinum ?Strákarnir?. Sesselja Thorberg hönnuður skoðar andyrið hjá leiklistarnemanum Lilju Nótt og ætlar hún að töfra fram lausnir þar. Einnig fer Vala í heimsókn til ljósmyndarans Nínu Bjarkar og skoðar heimili hennar. Veggfóður verður á dagskrá á Sirkus á mánudagskvöldum klukkan 21:00





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.