Lífið

1400 manns skráðu sig í Idol

Ríflega 1400 manns skráðu sig til þátttöku í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2, en skráningu lauk á miðnætti. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að viðtökur hafi verið langt fram úr björtustu vonum en áheyrnarpróf hefjast eftir 11 daga. Áheyrnarpróf fara fram á Hótel Lofleiðum 27. ágúst, Hótel Kea Akureyri 1. september og Hótel Héraði Egilsstöðum 3. september. Dómnefndina í Idol - Stjörnuleit skipa að þessu sinni þau Bubbi Morthens, Sigga Beinteins, Einar Bárðar og Páll Óskar og hafa þau þegar hafið undirbúning sinn en að sögn forsvarsmanna Stöðvar 2 verður Stjörnuleitin í ár sú stærsta og vandaðasta til þessa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.