Lífið

Lína langsokkur sextug

Hin síunga og fjöruga Lína Langsokkur er sextug í dag og hefur líklega fengið sér vænan skammt af sælgæti í morgunmat í tilefni dagsins. Fyrsta bókin um hina óstýrilátu og óhefðbundnu Línu kom út á þessum degi fyrir sextíu árum. Bækurnar um ævintýri hennar og uppátæki hafa síðan verið þýddar á fimmtíu og sjö tungumál og selst í milljónum upplaga. Fyrsta bókin vakti bæði deilur og umtal þar sem mörgum fullorðnum þóttu hegðun og lífsstíll Línu ekki beint til fyrirmyndar Höfundurinn, Astrid Lindgren, fékk bókmenntaverðlaun Sænskra dagblaða fyrir bókina en engu að síður sá prófessor í uppeldisfræði ástæðu til að skrifa grein þegar bókin kom út og segja að Lindgren væri hæfileikalaus og að Lína væri líklega geðveik. Síðan hafa nokkrar kynslóðir barna haft gaman af Línu bæði af bók, bíói og í leikhúsum og hún virðist vera sívinsæl þrátt fyrir aldurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.