Lífið

Barbara Bel Geddes látin

Barbara Bel Geddes, betur þekkt sem frú Ellie, í Dallas-þáttunum, er látin 82 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum úr lungnakrabba. Bel Geddes lék í fjölda bíómynda og leikrita á ferli sínum en sló síðan í gegn í hlutverki sínu sem móðirin í Dallas-þáttunum, sem á níunda áratugnum nutu mikilla vinsælda þar í landi og ekki síður hér á landi þar sem aðalpersónurnar voru nánast orðnar fjölskyldumeðlimir á hverju heimili.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.