Fleiri fréttir

Þolir ekki Óskarinn sinn

Gwyneth Paltrow skammast sín þegar hún sér Óskarsverðlaunastyttuna sína því hún minnir hana á stundina þegar hún grét í gegnum þakkarræðuna sína. Leikkonan fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Shakespeare in Love árið 1999.

Kylie horfir enn á aðra karlmenn

Kylie Minogue segist enn horfa á aðra karlmenn þó hún sé í sambandi með franska leikaranum Olivier Martinez. Poppstjarnan sem er orðin 36 ára gömul var spurð í Ástralska útvarpinu hvort hún kíkti enn á aðra menn.

Survivor-sigurvegari í steininn?

Fyrsti sigurvegarinn í Survivor-sjónvarpsþáttaröðunum vinsælu á í útistöðum við skattayfirvöld í Bandaríkjunum þar sem hann reyndi að leyna vinningnum og gaf hann ekki upp til skatts. Richard Hatch, sem vakti mikla athygli í þáttunum fyrir að stripla nakinn við hvert tækifæri, hlaut eina milljón Bandaríkjadollara, eða 62 milljónir íslenskra króna, í verðlaun fyrir sigurinn.

22 ára og tveggja barna móðir

"Hún er alveg rosalega góð," segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eignaðist sína aðra dóttur þann 17. október. Laufey á aðra dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> í dag.

Allt mun afslappaðra á Egilsstöðum

"Ég flutti hingað því ég var kominn með leið á stressinu í bænum," segir Andri Þór Theodórsson sem flutti frá Reykjavík til Egilstaða fyrir þremur mánuðum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Minna stress á Akureyri

"Ég hef alltaf verið mikið á skíðum og á krakka sem eru farin að stunda íþróttina og var orðinn leiður á að keyra 40 km á hverjum degi til að komast upp að skíðasvæðunum," segir Benedikt Viggósson tryggingaráðgjafi sem reif sig og fjölskylduna upp með rótum af höfuðborgarsvæðinu og flutti til Akureyrar. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Of sætur kærasti

<em>Kæra Ragga</em>. Ég er eiginlega alveg ráðþrota. Ég á frábæran kærasta, sætan og sexí. Stundum finnst mér hann allt of mikið beib fyrir mig því ég er ósköp venjuleg. Ég er 24 ára og hann 28. Hann er með sexpakk, hár og fríður, ég er skolhærð, aðeins of þung og með aðeins of  lítil brjóst. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Gott að hugsa í þvottahúsinu

"Ég er sáralítið heima hjá mér en þegar maður fer að spá í þetta þá er best að vera upp í rúmi undir sæng þar sem maður byrjar daginn og endar hann," segir Guðjón aðspurður um eftirlætisstaðinn á heimili sínu. 

Stofna minningasjóð um dóttur sína

Hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson hafa stofnað minningarsjóð um dóttur sína, Margréti, og lagt fram stofnfé að upphæð 500 milljónir króna. Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menntir, menningu og íþróttir. Sjóðurinn mun styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta og athafna, ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Áætlað er að styrkveitingar nemi um 75 til 100 milljónum króna á ári.

MR úr leik í Gettu betur

"Þetta var góður sigur og við ætlum að vinna keppnina í ár," segir Steinþór H. Arnsteinsson úr spurningaliði Borgarholtsskóla sem sló lið Menntaskólans í Reykjavík út úr spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi. Lið MR kemst því ekki áfram í fjórðungsúrslit í sjónvarpi en það hefur ekki gerst síðan 1991.

Fann augnlinsu í sundlaug

Kristjáni Magnússyni, sundlaugarverði í Vesturbæjarlaug, tókst fyrir skömmu hið ótrúlega þegar hann fann augnlinsu í lauginni sem ítalskur ferðamaður hafði týnt.

Rambo IV væntanleg

Leikarinn Sylvester Stallone, sem má muna sinn fífill fegurri í kvikmyndaheiminum, hefur í hyggju að leika í fjórðu myndinni um vöðvabúntið Rambo.

Býður Pitt til Ítalíu

Leikarinn George Clooney hefur boðið vini sínum Brad Pitt að dvelja á heimili sínu á Ítalíu til að ná áttum eftir skilnaðinn við Jennifer Aniston.

Lovely Bones næst á dagskrá

Næsta mynd leikstjórans Peter Jackson á eftir King Kong verður The Lovely Bones. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Alice Sebold og fjallar um stúlku á himnum sem segir sögu sína eftir að hafa verið myrt.

Kynjakvóti í American Idol

Stjórnendur American Idol hafa ákveðið að koma á kynjakvóta í keppninni til þess að reyna að rétta hlut karlmanna í henni. Konur eru í miklum og vaxandi meirihluta þeirra sem þar freista gæfunnar og hefur gengið mun betur en ákveðið hefur verið að jafnmargir karlar og konur verði í 24 manna úrslitum, burt séð frá því að tífalt fleiri konur skráðu sig til þátttöku.

Ekki getinn af djöflinum

Skúli Einarsson, nýkjörinn formaður Matsveinafélags Íslands, hefur mótmælt harðlega auglýsingaskilti sem hangið hefur um hríð í versluninni 10 - 11 í Grímsbæ. Á því stendur: "Guð gaf okkur lambakjötið, en djöfullinn gaf okkur kokkana."

MR eða Borgó detta út

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, er í fullum gangi þessa dagana í útvarpinu. Í dag fer fram blóðug barátta í keppninni þegar lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans við Reykjavík mætast í annarri umferð.

Hræddir við rass teiknimyndafígúru

Það eru takmörk fyrir því hvað stjórnendur bandarískra sjónvarpsstöðva eru reiðubúnir að senda út. Fyrir nokkru brugðu stjórnendur Fox sjónvarpsstöðvarinnar á það ráð að hylja með móðu beran afturenda einnar persónunnar í sjónvarpsþætti. Skipti þá engu þótt um væri að ræða teiknimynd.

The Aviator hlaut þrenn verðlaun

Kvikmyndin <em>The Aviator</em> eftir Martin Scorsese, sem fjallar um auðkýfinginn og sérvitringinn Howard Hughes, var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Leonardo DiCaprio hlaut verðlaun fyrir leik sinn í myndinni sem einnig fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Britney og Madonna vinna saman

Britney og Madonna munu vinna saman á ný. Britney hefur samþykkt að tala fyrir eina persónuna í nýrri mynd Madonnu.

Pamela svekkt

Pamela Anderson sér virkilega eftir því að hafa hafnað hlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Desperate Housewives.

Kidman fær lág laun

Nicole Kidman mun einungis fá greidda 570 dollara á viku fyrir næstu mynd sína. Hún sættir sig við áströlsk lágmarkslaun fyrir myndina Eucalyptus þar sem hún leikur á móti Russell Crowe.

Jolie ósátt við sögusagnirnar

Angelina Jolie vill kveða niður sögusagnir þess eðlis að hún hafi eyðilagt hjónaband leikaranna Brads Pitts og Jennifer Aniston og segir sig einungis hafa veitt Pitt öxl til þess að gráta á.

The Aviator bar sigur úr býtum

Kvikmyndin The Aviator í leikstjórn Martins Scorsese var sigurvegari Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar í Hollywood í fyrrinótt. Hún var valin besta dramatíska myndin auk þess sem Leonardo DiCaprio var valinn besti dramatíski leikarinn og Howard Shore fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Fer sína eigin leið

Bryndís Jakobsdóttir er ungur söngfugl enda dóttir Ragnhildur Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Hún virðist hafa fengið tónlistaráhuga í vöggugjöf og eins og kom fram í DV í gær er hún á leið til London í vikunni að syngja fyrir nokkra í bransanum.

Leðurblökumaðurinn á Íslandi

Myndskeið úr stórmyndinni Upphaf Leðurblökumannsins eru nú sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar sést ofurhetjan meðal annars spóka sig í rammíslensku landslagi.

Fann augnlinsu í sundlaug

Kristjáni Magnússyni, sundlaugarverði í Vesturbæjarlaug, tókst fyrir skömmu hið ótrúlega þegar hann fann augnlinsu í lauginni sem ítalskur ferðamaður hafði týnt. Ítalinn bað starfsmenn sundlaugarinnar um að koma sér til hjálpar enda var um svokallaða "eilífðarlinsu" að ræða, linsur sem eiga að endast von úr viti.

Trúi á annað líf

"Ég á nú ekki von á að vera hérna mikið lengur en dauðann óttast ég ekki. Ég trúi á annað líf og veit að maðurinn minn bíður eftir mér. Hann var alveg einstakur maður," segir Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem er hundrað ára í dag.

Báru út póst á aðfangadagskvöld

"Menn gátu sett bréf í póst rétt fyrir hádegi á aðfangadag og merkt þau "jólakvöld" og voru bréfin þá borin út á aðfangadagskvöld eftir klukkan sex. Þess má geta að annar tveggja bréfbera í bænum þetta ár var Erlendur í Unuhúsi," segir Heimi Þorleifsson sagnfræðingur en hann er höfundur "Póstsögu Íslands 1873-1935" sem kom út nú fyrir jólin.

Sólin dofnaði og skín aldrei jafn skært á ný

Hafsteinn Númason var um borð í Bessa þegar snjóflóðið féll. Í landi voru Berglind Kristjánsdóttir eiginkona hans og litlu börnin þeirra þrjú. Börnin létust og Berglind slasaðist illa. Hafsteinn vildi helst hætta að anda eftir slysið. </font /></b />

Látinna minnst

Í dag eru liðin tíu ár síðan snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Minningarguðsþjónusta verður í íþróttahúsinu í Súðavík í dag og í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld.

Hrannar sölustjóri 365

Hrannar B. Arnarsson hefur verið ráðinn sölustjóri áskriftarsölu hjá 365 - ljósvakamiðlum og lausasölu hjá 365 - prentmiðlum. Hrannar var áður markaðsstjóri hjá Eddu útgáfu. Hann mun hefja störf á morgun.

Það er ekki til frásagnar

"Bókaútgáfan hjá okkur gekk vel. Og það er eiginlega sama sagan hjá öllum sem ég hef talað við í greininni. En þessa dagana erum við að taka við bókum úr dreifingunni, skilunum. Mann svíður auðvitað í hjartað við hvern einasta kassa. En þetta var ágætt," segir Steingrímur Steinþórsson, bókaútgefandi í Skruddu, en hann er 54 ára í dag.

Meira popp á Saumastofunni

Það er meira popp í loftinu á <em>Saumastofu</em> Kjartans Ragnarssonar nú en fyrir þrjátíu árum. Á morgun gefst landsmönnum kostur á að kynnast saumastofunni á ný eftir langt hlé.

Nýtt óperuhús tekið í notkun

Mikið var um dýrðir þegar nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn var opnað á laugardag að viðstaddri drottningunni og fleira mektarfólki. Um 400 söngvarar, dansarar og leikarar skemmtu gestum í húsinu sem rúmar 1.700 gesti.

Listin er að ætla sér ekki um of

Hjörleifur Guttormsson fékk úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers Alcoa í Reyðarfirði hnekkt, í bili í það minnsta. Ekki er öllum jafn mikið um baráttu Hjörleifs gefið og hefur honum jafnvel verið hótað af sveitungum sínum eystra. </font /></b />

Harry heimsæki Auswitch

Karl Bretaprins ætlar að skipa Harry syni sínum að heimsækja fangabúðirnar í Auswitch eftir að fréttir bárust af því að Harry hefði klæðst armbandi með hakakrossi á í afmælisveislu um helgina. Æsifréttablaðið <em>Sun</em> segir Karl æfan af reiði yfir athæfi sonarins og hann vilji að Harry fræðist nánar um Helförina með því að heimsækja fangabúðirnar.

Þeir sprengja í kellingar

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong>. Í blaðinu getur þú fundið út hver þú ert samkvæmt týpukerfi fókus og séð allt um bestu plöturnar sem eru væntanlegar Í viðtali við mestu hnakka landsins, <strong>kallana.is</strong>, segja þeir frá ljósabekkjareglum, mistökum í kynlífi og muninum á white-trash hnökkum og þeim.

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir með DV</strong>. Eins og venjulega býður blaðið lesendum sínum að klippa út miða og skipta honum út fyrir alvöru bíómiða, að þessu sinni á hina eitursnjöllu <strong>Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events</strong>. Þar fer Jim Carrey á kostum sem Olaf greifi, blanda af Fagin í Óliver, Beetlejuice og Glanna glæp.

Konur vilja bara kortér

<strong>Rekkjusögur úr Reykjavík</strong>, pistill Katrínar Rutar, er á sínum stað í <strong>Fókus </strong>sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Þessa vikuna kemur hún upp um misskilning karla varðandi kynlífstíma. Eftir mikla athugun og kannanir komst hún að því að það er álit flestra kvenna að ekkert sé verra en að hjakkast klukkutímum saman.

Setja Saumastofuna sjálf upp

<strong>Fókus</strong> fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Þar er ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Á <strong>djammkortinu</strong> er að finna alla staði miðbæjarins og úthverfanna, hvernig stemmningin er og hvað er að gerast. Á sunnudaginn verður leikritið <strong>Saumastofan</strong> frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Nokkrir leiklistarkrakkar tóku sig saman og uppfærðu 30 ára gamalt verk að nýjum tíma.

Allir velkomnir í Ígulker

Ein nýjasta búð miðbæjarins heitir <strong>Ígulker</strong> og er stödd á Laugavegi 60. Þar ræður ríkjum hin tvítuga, spænsk ættaða <strong>Carmen Jóhannsdóttir</strong>. Hún bjó í Barcelona og kynntist búðabransanum í gegnum vini sína. Carmen tók þá ákvörðun að demba sér sjálf í bransann, fór á námskeið, tók lán og stofnaði Ígulker. Hún sagði <strong>Fókus</strong> hvers fólk má vænta í búðinni.

Úr svínasúpu í blóðbað

Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Auðunn Blöndal eru á meðal íslenskra leikara sem Eli Roth hefur skoðað með hlutverk í nýrri hryllingsmynd í huga. 

Boða svita og geðveiki

Í <strong>Fókus sem fylgir DV</strong> á föstudögum er alltaf Djammkortið að finna. Þar eru viðburðir helgarinnar útlistaðir og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru fimmtugir Kópavogsbúar eða tvítugar miðbæjarrottur. Í kvöld eru til dæmis rokktónleikar á Grandrokk. Þar stíga á stokk þrjár hljómsveitir og þar á meðal er rokkbandið Changer.

Emma á BBC

Plöggið er komið á fullt hjá <strong>Emilíönu Torrini</strong>, enda er stutt í að nýja platan komi út. Hún er því á ferð og flugi þessa dagana á tónleikum í Englandi og fékk m.a. fínan dóm fyrir það í The Guardian. <strong>Fókus </strong>fór á stúfana og komst einnig að því að á mánudaginn mætir hún til BBC í Lundúnum til að spjalla og spila nýju lögin sín í hljóðverinu.

Sjá næstu 50 fréttir