Lífið

Survivor-sigurvegari í steininn?

Fyrsti sigurvegarinn í Survivor-sjónvarpsþáttaröðunum vinsælu á í útistöðum við skattayfirvöld í Bandaríkjunum þar sem hann reyndi að leyna vinningnum og gaf hann ekki upp til skatts. Richard Hatch, sem vakti mikla athygli í þáttunum fyrir að stripla nakinn við hvert tækifæri, hlaut eina milljón Bandaríkjadollara, eða 62 milljónir íslenskra króna, í verðlaun fyrir sigurinn. Hann á nú yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm fyrir skattafalsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.