„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Bjarki og Ástrós. Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729 Ísland í dag Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729
Ísland í dag Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira