Trúi á annað líf 17. janúar 2005 00:01 "Ég á nú ekki von á að vera hérna mikið lengur en dauðann óttast ég ekki. Ég trúi á annað líf og veit að maðurinn minn bíður eftir mér. Hann var alveg einstakur maður," segir Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem er hundrað ára í dag. Engum sem á hlýðir dylst að missir hennar var þungur þegar Jóhannes Eiríksson, eiginmaður hennar, féll frá. Þau hjón eignuðust engin börn en ólu upp bróðurson Jóhannesar, Kolbein Kristjánsson bifreiðarstjóra, og síðar son hans, Jóhannes Möller sem ber nafn fóstra síns. Kristbjörg fæddist í Eyrarhúsum í Tálknafirði, dóttir Kristjáns Kristjánssonar, frá Mýri í Bárðardal og síðar skógarvarðar á Vöglum í Fnjóskadal, og Þórunnar Jóhannesdóttur en faðir hennar var alkunnur útvegsbóndi á Sveinseyri við Tálknafjörð. Foreldrar Kristbjargar eignuðust 11 börn; níu komust á legg en tvö dóu í frumbernsku. Ung stúlka fór Kristbjörg til Danmerkur og dvaldi þar í þrjú ár við matreiðslu- og handiðnarnám. Árið 1939 kvæntist hún Jóhannesi, sem var frá Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þau lengst af á Kristnesi í Eyjafirði þar sem þau störfðu bæði. Jóhannes var starfsmaður Kristneshælis og Kristbjörg matráðskona allt þar til þau fluttu í Þórunnarstræti á Akureyri árið 1979. Þau hjónin fluttu á Hjúkrunarheimilið Sel á Akureyri haustið 2000 og lést Jóhannes aðeins 10 dögum síðar. Var það erfiðasta lífsreynsla Kristbjargar á langri ævi en þau hjónin voru afar samheldin og miklir vinir. Þrátt fyrir háan aldur er Kristbjörg furðu ern. Hún er skýrmælt, með þokkalega heyrn en sjóninni tapaði hún að fullu fyrir 11 árum. Alla jafnan er hún minnug, fróð og skýr í hugsun, þó dagamunur sé þar á. Hún fer flestar sínar ferðir í hjólastól en getur gengið með stuðningi. Hún fylgist vel með því sem er að gerast í þjóðfélaginu, hlustar mikið á útvarp, ekki síst fréttir, og stundum hlustar hún einnig á sjónvarpsfréttirnar. Kristbjörg þakkar heilsusamlegu líferni háum aldri. "Ég hef ekki reykt eða drukkið áfengi. Fiktaði eitthvað með sígarettur á mínum yngri árum en tók aldrei ofan í mig. Maðurinn minn bragðaði einstaka sinnum áfengi en aldrei þannig að hann yrði kenndur." Kristbjörg segir ólíku saman að jafna, lífinu í dag og lífinu þegar hún var ung stúlka. "Tæknin er slík að það tekur ekki að telja upp breytingarnar. Það hefur einfaldlega allt breyst og fólk hefur það svo miklu betra núna en þegar ég var ung. Í dag er allt rétt upp í hendurnar á fólki." Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
"Ég á nú ekki von á að vera hérna mikið lengur en dauðann óttast ég ekki. Ég trúi á annað líf og veit að maðurinn minn bíður eftir mér. Hann var alveg einstakur maður," segir Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem er hundrað ára í dag. Engum sem á hlýðir dylst að missir hennar var þungur þegar Jóhannes Eiríksson, eiginmaður hennar, féll frá. Þau hjón eignuðust engin börn en ólu upp bróðurson Jóhannesar, Kolbein Kristjánsson bifreiðarstjóra, og síðar son hans, Jóhannes Möller sem ber nafn fóstra síns. Kristbjörg fæddist í Eyrarhúsum í Tálknafirði, dóttir Kristjáns Kristjánssonar, frá Mýri í Bárðardal og síðar skógarvarðar á Vöglum í Fnjóskadal, og Þórunnar Jóhannesdóttur en faðir hennar var alkunnur útvegsbóndi á Sveinseyri við Tálknafjörð. Foreldrar Kristbjargar eignuðust 11 börn; níu komust á legg en tvö dóu í frumbernsku. Ung stúlka fór Kristbjörg til Danmerkur og dvaldi þar í þrjú ár við matreiðslu- og handiðnarnám. Árið 1939 kvæntist hún Jóhannesi, sem var frá Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þau lengst af á Kristnesi í Eyjafirði þar sem þau störfðu bæði. Jóhannes var starfsmaður Kristneshælis og Kristbjörg matráðskona allt þar til þau fluttu í Þórunnarstræti á Akureyri árið 1979. Þau hjónin fluttu á Hjúkrunarheimilið Sel á Akureyri haustið 2000 og lést Jóhannes aðeins 10 dögum síðar. Var það erfiðasta lífsreynsla Kristbjargar á langri ævi en þau hjónin voru afar samheldin og miklir vinir. Þrátt fyrir háan aldur er Kristbjörg furðu ern. Hún er skýrmælt, með þokkalega heyrn en sjóninni tapaði hún að fullu fyrir 11 árum. Alla jafnan er hún minnug, fróð og skýr í hugsun, þó dagamunur sé þar á. Hún fer flestar sínar ferðir í hjólastól en getur gengið með stuðningi. Hún fylgist vel með því sem er að gerast í þjóðfélaginu, hlustar mikið á útvarp, ekki síst fréttir, og stundum hlustar hún einnig á sjónvarpsfréttirnar. Kristbjörg þakkar heilsusamlegu líferni háum aldri. "Ég hef ekki reykt eða drukkið áfengi. Fiktaði eitthvað með sígarettur á mínum yngri árum en tók aldrei ofan í mig. Maðurinn minn bragðaði einstaka sinnum áfengi en aldrei þannig að hann yrði kenndur." Kristbjörg segir ólíku saman að jafna, lífinu í dag og lífinu þegar hún var ung stúlka. "Tæknin er slík að það tekur ekki að telja upp breytingarnar. Það hefur einfaldlega allt breyst og fólk hefur það svo miklu betra núna en þegar ég var ung. Í dag er allt rétt upp í hendurnar á fólki."
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira