Lífið

Býður Pitt til Ítalíu

Leikarinn George Clooney hefur boðið vini sínum Brad Pitt að dvelja á heimili sínu á Ítalíu til að ná áttum eftir skilnaðinn við Jennifer Aniston. Clooney hitti Pitt á dögunum til að kynna myndina Ocean´s Twelve í Japan. Hann segir að Pitt og Aniston séu enn góðir vinir. Engu að síður telur hann að Pitt þurfi á því að halda að komast í burtu frá öllu fjölmiðlafárinu vegna skilnaðarins. "George hefur verið til staðar fyrir Brad," sagði heimildarmaður. "Hann hefur strítt Pitt á því að hann hafi nú tekið við af sér sem elsti og eftirsóttasti piparsveinn Hollywood."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.