Fókus býður í bíó 14. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir með DV. Eins og venjulega býður blaðið lesendum sínum að klippa út miða og skipta honum út fyrir alvöru bíómiða, að þessu sinni á hina eitursnjöllu Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events. Þar fer Jim Carrey á kostum sem Olaf greifi, blanda af Fagin í Óliver, Beetlejuice og Glanna glæp. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við nokkra súkkulaðistráka, sem halda úti heimasíðunni kallarnir.is og skrifa lærðar greinar um brúnku, strípur og almennan hnakkaskap. Fókus kynnir einnig Týpukerfið, þar sem farið ítarlega yfir flesta þjóðfélagshópa unga fólksins, þeir skilgreindir og settir í samhengi við hvorn annan. Í Rekkjusögum úr Reykjavík upplýsir pistlahöfundurinn Katrín Rut það leyndarmál að konur vilja ekki meira en kortér, þetta innútinnút-dæmi er ekki málið. Furðubörn á flótta undan andfélagslegum mikilmennskubrjálæðingi Það er hefð fyrir því í barnabókmenntum að hræðilegir hlutir hendi góð börn. Foreldramissir er vinsælt yrkisefni, eins og sjá má hjá bræðrunum Grimm, Bambi, Nemó og fleirum. Þannig skapast grundvöllur fyrir miklar vonarsögur, sem ná síðan jafnvægi undir lokin. Bækurnar ellefu, sem Lemony nokkur Snicket er skrifaður fyrir, nýta þessa hefð til fullnustu. Þessa helgina ratar í bíó A Series of Unfortunate Events, sem er byggð á fyrstu þremur bókum Snicket. 600 vikur á metsölulista Lemony Snicket-serían var sú fyrsta til að ögra Harry Potter á metsölulistum fyrir fimm árum. Nú þegar ellefu bækur eru útgefnar hafa þær verið á metsölulista New York Times í 600 vikur samfleytt. Yfirframleiðandi myndarinnar er yfirmaður hjá Nickelodeon-barnasamsteypunni og komst yfir handrit að fyrstu bókunum rétt áður en þær komu út. Hún var ekki lengi að kaupa réttinn og nú er afraksturinn loks tilbúinn með stórstjörnunni Jim Carrey í aðalhlutverki. A Series of Unfortunate Events er byggð á The Bad Beginning, The Reptile Room og The Wide Widow. Sögð er saga þriggja systkina, sem eru vægast sagt undarleg. Violet er sú elsta, fjórtán ára. Hún er uppfinningamaður. Fann t.d. um rúm sem býr um sig sjálft, sjálfvirkan munnhörpuleikara og tæki sem nær í steina þegar búið er að fleyta kerlingum með þeim. Klaus er 12 ára. Hann er bókaormur. Les og les og gleymir engu. Yngsta systirin heitir Sunny og er ekki nema þrigga ára. Henni er ekki margt til lista lagt, fyrir utan það að bíta í allt sem hana lystir og hjala þannig að aðeins systkini hennar skilja. Þau lenda í því að missa foreldra sína og vera sett í fóstur til Olaf greifa, frænda síns. Hann er misheppnaður leikari og vafasamur gaur sem felur það ekki að það eina sem hann girnist eru auðæfin, sem foreldrar barnanna létu eftir sig. Carrey líkist Glanna glæp "Þessi gaur er allt hið neikvæða sem hægt er að vera sem manneskja. Hann er mikilmennskubrjálæðingur, hann er andfélagslegur. Allt sem viðkemur þessum manni er algjört djók," segir Jim Carrey um Olaf greifa. Olaf er einskonar blanda af Fagin í Oliver, Beetlejuice og Glanna glæp. Þegar myndin var tekin upp leit Carrey út eins og uppvakningur í átta mánuði. Mátti ekki fá á sig sólarljós eða klippa fingurneglurnar og var krúnurakaður daglega. Olaf tekur við börnunum fyrst um sinn en það gengur auðvitað ekki. Börnin eru svo sniðug og sjá alltaf í gegnum hann. Því fara þau til næsta ættingja (sem er jafnframt sagan úr næstu bók). Það er Monty frændi, dýrafræðingur sem býr í skrýtnu húsi þar sem allt úir og grúir af slöngum af öllum stærðum og gerðum. Hann er svolítið sveimhuga og fattar ekkert þegar Olaf greifi mætir á svæðið til að svíkja og pretta. Billi Connoly leikur Monty. Næsti umsjónarmaður barnanna er Jósefína frænka, leikin af Meryl Streep. Hún er taugaveikluð ekkja sem kveikir ekki á miðstöðinni af því að hún heldur að hún springi og forðast ísskápinn því hann gæti oltið og kramið hana. Hún er hrædd við allt nema málfræði. Afganginn af umfjölluninni um myndina má finna í Fókus, sem fylgir með DV í dag.Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events er sýnd í Sambíóunum og Laugarásbíó. Klippið út miðann í Fókus til að fá ókeypis á myndina á meðan hún er í sýningu. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir með DV. Eins og venjulega býður blaðið lesendum sínum að klippa út miða og skipta honum út fyrir alvöru bíómiða, að þessu sinni á hina eitursnjöllu Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events. Þar fer Jim Carrey á kostum sem Olaf greifi, blanda af Fagin í Óliver, Beetlejuice og Glanna glæp. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við nokkra súkkulaðistráka, sem halda úti heimasíðunni kallarnir.is og skrifa lærðar greinar um brúnku, strípur og almennan hnakkaskap. Fókus kynnir einnig Týpukerfið, þar sem farið ítarlega yfir flesta þjóðfélagshópa unga fólksins, þeir skilgreindir og settir í samhengi við hvorn annan. Í Rekkjusögum úr Reykjavík upplýsir pistlahöfundurinn Katrín Rut það leyndarmál að konur vilja ekki meira en kortér, þetta innútinnút-dæmi er ekki málið. Furðubörn á flótta undan andfélagslegum mikilmennskubrjálæðingi Það er hefð fyrir því í barnabókmenntum að hræðilegir hlutir hendi góð börn. Foreldramissir er vinsælt yrkisefni, eins og sjá má hjá bræðrunum Grimm, Bambi, Nemó og fleirum. Þannig skapast grundvöllur fyrir miklar vonarsögur, sem ná síðan jafnvægi undir lokin. Bækurnar ellefu, sem Lemony nokkur Snicket er skrifaður fyrir, nýta þessa hefð til fullnustu. Þessa helgina ratar í bíó A Series of Unfortunate Events, sem er byggð á fyrstu þremur bókum Snicket. 600 vikur á metsölulista Lemony Snicket-serían var sú fyrsta til að ögra Harry Potter á metsölulistum fyrir fimm árum. Nú þegar ellefu bækur eru útgefnar hafa þær verið á metsölulista New York Times í 600 vikur samfleytt. Yfirframleiðandi myndarinnar er yfirmaður hjá Nickelodeon-barnasamsteypunni og komst yfir handrit að fyrstu bókunum rétt áður en þær komu út. Hún var ekki lengi að kaupa réttinn og nú er afraksturinn loks tilbúinn með stórstjörnunni Jim Carrey í aðalhlutverki. A Series of Unfortunate Events er byggð á The Bad Beginning, The Reptile Room og The Wide Widow. Sögð er saga þriggja systkina, sem eru vægast sagt undarleg. Violet er sú elsta, fjórtán ára. Hún er uppfinningamaður. Fann t.d. um rúm sem býr um sig sjálft, sjálfvirkan munnhörpuleikara og tæki sem nær í steina þegar búið er að fleyta kerlingum með þeim. Klaus er 12 ára. Hann er bókaormur. Les og les og gleymir engu. Yngsta systirin heitir Sunny og er ekki nema þrigga ára. Henni er ekki margt til lista lagt, fyrir utan það að bíta í allt sem hana lystir og hjala þannig að aðeins systkini hennar skilja. Þau lenda í því að missa foreldra sína og vera sett í fóstur til Olaf greifa, frænda síns. Hann er misheppnaður leikari og vafasamur gaur sem felur það ekki að það eina sem hann girnist eru auðæfin, sem foreldrar barnanna létu eftir sig. Carrey líkist Glanna glæp "Þessi gaur er allt hið neikvæða sem hægt er að vera sem manneskja. Hann er mikilmennskubrjálæðingur, hann er andfélagslegur. Allt sem viðkemur þessum manni er algjört djók," segir Jim Carrey um Olaf greifa. Olaf er einskonar blanda af Fagin í Oliver, Beetlejuice og Glanna glæp. Þegar myndin var tekin upp leit Carrey út eins og uppvakningur í átta mánuði. Mátti ekki fá á sig sólarljós eða klippa fingurneglurnar og var krúnurakaður daglega. Olaf tekur við börnunum fyrst um sinn en það gengur auðvitað ekki. Börnin eru svo sniðug og sjá alltaf í gegnum hann. Því fara þau til næsta ættingja (sem er jafnframt sagan úr næstu bók). Það er Monty frændi, dýrafræðingur sem býr í skrýtnu húsi þar sem allt úir og grúir af slöngum af öllum stærðum og gerðum. Hann er svolítið sveimhuga og fattar ekkert þegar Olaf greifi mætir á svæðið til að svíkja og pretta. Billi Connoly leikur Monty. Næsti umsjónarmaður barnanna er Jósefína frænka, leikin af Meryl Streep. Hún er taugaveikluð ekkja sem kveikir ekki á miðstöðinni af því að hún heldur að hún springi og forðast ísskápinn því hann gæti oltið og kramið hana. Hún er hrædd við allt nema málfræði. Afganginn af umfjölluninni um myndina má finna í Fókus, sem fylgir með DV í dag.Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events er sýnd í Sambíóunum og Laugarásbíó. Klippið út miðann í Fókus til að fá ókeypis á myndina á meðan hún er í sýningu.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira