Lífið

Þeir sprengja í kellingar

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Í blaðinu getur þú fundið út hver þú ert samkvæmt týpukerfi fókus, séð allt um bestu plöturnar sem eru væntanlegar og lesið allt um bíófrumsýningar helgarinnar. Í viðtali við mestu hnakka landsins, kallana.is, segja þeir frá ljósabekkjareglum, mistökum í kynlífi og muninum á white-trash hnökkum og þeim.  "Við erum nokkrir félagar, nánar tiltekið nítján strákar sem erum með síðuna, en þetta eru aðallega ég og Jóhann. Við erum úr Kópavoginum,"segir Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillzenegger. "Við byrjuðum með þessa síðu fyrir nokkrum mánuðum og það er stutt síðan fólk byrjaði að fara inná síðuna. Okkur er alveg fyllileg alvara en auðvitað er líka smá djók í þessu. Annaðhvort hatar fólk okkur eða elskar. Það er ekkert þar á milli. Og mér er eiginlega skítsama á meðan teljarinn telur og fólk heldur áfram að heimsækja síðuna." Að komast í kallarnir.is gengið er flókið. Ganga þarf í gegnum ferli og vinna í prófílnum sínum. "Þetta eru engin góðgerðarsamtök. Það kemst ekkert hver sem inn. Við erum búnir að þurfa að reka þrjá menn. Þeir einfaldlega fylltu ekki upp þau skilyrði sem þarf til að vera kall.is," segir Egill og meinar greinilega hvert orð. Það sem þarf til að uppfylla skilyrðin er tanið, útlitið, strípurnar og helst að vera massaður. "Ég meina, ef það sést til einhvers sem er kall.is úti í bæ og hann er fannhvítur og kannski ekki með trefil eða í bómullarjakka þá er það aðvörun. Menn fá þrjár aðvaranir. Eftir það eru þeir bara reknir. Svona meginatriði þurfa að vera á hreinu." Afganginn af viðtalinu við kallana.is, allt um skemmtanalíf helgarinnar og margt fleira er að finna í Fókus, sem fylgir með DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.