Lífið

Rambo IV væntanleg

Leikarinn Sylvester Stallone, sem má muna sinn fífill fegurri í kvikmyndaheiminum, hefur í hyggju að leika í fjórðu myndinni um vöðvabúntið Rambo. Stallone, sem er 58 ára, lék í þremur Rambo-myndum á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Fjölluðu þær um Víetnam-hetjuna fyrrverandi John Rambo sem ruddi öllu úr vegi sem fyrir henni var. Að sögn Stallone eru viðræður í gangi um Rambo IV og verður hún líklega framleidd innan skamms.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.